Hvað er kirkjan að gera?

Af hverju er það hlutverk skólanna að stunda kristinfræðikennslu? Er það ekki hlutverk kirkjunnar sjálfrar?

Ég legg til að íslenska þjóðkrikjan efli trúarbragðakennslu og noti til þess vettvang kirkjunnar. Kirkjan er bara ekki að standa sig þar. Kirkjusókn er lítil, safnaðarstarf ennþá minna og fræðsla innan kirkjunnar líkast til minnst. Lítið aðeins í eigin rann kirkjumenn.

Hins vegar finnst mér ekki rétt að kirkjan og hennar atvinnumenn séu að taka að sér trúarbragðakennslu í leikskólum eða grunnskólum.

Trúarbrögð eru stór áhrifavaldur í menningu okkar, meðvitað og ómeðvitað og trúarbrögð eru líka stór áhrifavaldur í samfélagi okkar í nútíma, persónulegum samskiptum og alþjóðlegum samskiptum. Fræðsla um trúarbrögð er því vissulega þörf, en ég sé ekki sömu þörf á að gera kristni þar hæst undir höfði.

Það þarf líka að kenna siðfærði. Kirkjan fann ekki upp siðfræði og kirkjan fann ekki upp kærleika. Hún á engan einkarétt á að boða sína útgáfu innan almennra skóla. Sjálf er ég sammála mörgu því sem fram kemur í kristinni siðfræði, en ekki öllu. Ég tel líka fulla þörf á að gagnrýna margt það sem haldið er fram í kristnum trúarritum og margt það sem kristin kirkja hefur aðhafst og líka margar af þeim áherslum sem kristnir menn eru að halda fram og margt af því sem þeir eru að aðhafast í nafni trúar sinnar eða trúarstofnana.

Það er því nær að kenna fólki, þar á meðal börnum, heimspeki og þar með færni í að setja sig inn í ólík mál, skilja afstöðu annarra og gagnrýna hana.

Að stofni til er þessi pistill minn svar inni á bloggi sr. Baldurs Kristjánssonar, þar sem hann lýsir eftir efldri trúarbragðafræðslu. Hann vill fræðslu um öll trúarbrögð og að fræðsla um Kristindóm verði um helmingur af námsefninu.

Ég held að við séum sammála um mikilvægi þess að kenna börnum siðfræði og kærleika. Ég held líka að við Baldur séum meira að segja býsna sammála í afstöðu til siðfræði og kærleika. En við erum greinilega ekki sammála um hlutverk kirkjunnar í starfi innan skólanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband