Ein bomba á stjórnarsáttmálanum

Hvað getur falist í þessum orðum: "að kosningalögum verði breytt og að opnað verði á persónukjör í kosningum til Alþingis."?

Ég er með ákveðna tillögu að breytingu í þessa veru: 

Boðnir verða fram listar eins og áður. Nöfnum á listana verður ekki raðað fyrirfram, heldur ræðst röð þeirra af vali kjósenda á kjördag. Hver kjósandi getur aðeins valið einn lista. Innan þess lista getur hann raðað frambjóðendum. Raði kjósandi ekki frambjóðendum á þeim lista sem hann kýs, þá ræðst röð þeirra af vali hinna sem röðuðu. 

Þar sem stutt er til næstu kosninga finnst mér allt í lagi að opna á þennan möguleika en skylda hann ekki, þannig að enn sem áður verði hægt að bjóða fram forraðaða lista. Þá verður þeim heldur ekki breytt, nema samkvæmt gömlu útstrikunar- og röðunarreglunum sem áður giltu.

Hjá þeim sem fara þessa leið, verður ekkert forval, ekkert prófkjör fyrir kosningar. 

Eftir sem áður verða listar flokkanna bornir fram af kjöræmisráðum þeirra og þannig bjóða ekki aðrir sig fram þar en samþykktir verða af kjördæmisráðunum. Þeir sem ekki hljóta náð fyrir augum flokksfélaganna, verða að fara fram fyrir einhverjar aðrar hreyfingar.

Hjá gömlum flokkshestum vakna spurningar eins og: Hver á að leiða listann í kosningabaráttunni? Hver á að svara fyrir hann í fjölmiðlum og á kosningafundum?Ég spyr á móti: Hvort er mikilvægara að velja foringja eða að velja fulltrúa?

Þetta fyrirkomulag er lýðræðislegara en það sem við búum við nú. Það gerir stjórnmálamenn líka meðvitaðari um að þeir sækja vald sitt til fólksins, en ekki til flokkseigendafélagsins, eða klíkunnar sinnar. Þetta eykur líka tilfinningu flokksfélaga fyrir því að flokkurinn snúist um stefnumál og samtakamátt til að ná þeim fram, en ekki um baráttu við útvalda sem gína yfir því sem þeim eitt sinn var trúað fyrir.

Þetta breytir talsverðu í vinnubrögðum þeirra sem starfa fyrir stjórnmálahreyfingar í framboði og líka fyrir fjölmiðla sem eru að fjalla um kosningabaráttu. Þetta er öðruvísi og það getur stundum verið erfitt að vinna öðruvísi. En þetta er vel hægt og ég er ein af þeim sem er reiðubúin að gera hlutina öðruvísi. 

Til hamingju með daginn! 


mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Mikilvæg en einföld breyting - fyrir næstu kosningar.  Óraðaðir framboðslistar . . . .  þannig að endanlegir kjósendur ráði því hvaða fulltrúar ná kjöri.

Prófum það.

Til hamingju með Jóhönnu-stjórnina

Benedikt Sigurðarson, 1.2.2009 kl. 21:28

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er í líkingu við það sem Sigurbjörg Árnadóttir lýsi í viðtalinu sem ég birti hér. Þar sagði hún frá því hvernig þetta er hjá Finnum. En þar er bara krossað við eitt nafn á listanum sem kosinn er. Þannig kýs hver og einn bara eitt nafn á einum lista. Einfaldara í framkvæmd og "talningu".

Svo er gamla tillaga Vilmundar og Bandalags jafnaðarmanna - sjá hér. Hún er flóknari og gerir ráð fyrir að hver kjósandi megi kjósa einstaklinga af öllum listum. Þegar þessi tillaga var lögð fram árið 1983 voru tölvur ekki orðnar eins háþróaðar og nú svo það hefði verið flókið að vinna úr kjörseðlunum, en nú væri hægt að kjósa í tölvu og reikna allt út jafnóðum. Helst vildi ég sjá þá tillögu í framkvæmd - en hinar eru skref í rétta átt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.2.2009 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 954

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband