Mæðuharðindin

Af hverju eru Íslendingar svona óskaplega mæddir um þessar mundir?

Bankakerfið hrundi með brauki og bramli og sýndi okkur að góðærið var byggt á lántökum og snilligáfa viðskiptajöfranna fólst í blekkingum. Við vöknum upp með hroðalega timburmenn og finnst við ekki munu lifa þá af. En, viti menn, við drepumst ekki úr timburmönnum!

Nú um stundir mæðist þjóðin mest yfir Icesave. Margir líkja endurgreiðslum vegna þeirra skuldbindinga við móðuharðindin sem gengu hér yfir land og þjóð í kjölfar Skaftárelda. Hvíklíkur óhemjudkapur! Ég man eftir því að fyrir mörgum árum var sagt að fyrr færu Bandaríkjamenn í stríð en að fórna öðru sjónvarpstækinu af heimilinu. En, hverju erum við Íslendingar að fara að fórna fyrir Icesave?

Íslendingar eru ennþá, eftir bankahrun, ein af auðugustu þjóðum heims. Við höfum efni á að taka á okkur skellinn af öllu heila heilvítis sukkinu, að Icesave meðtöldu. Við höfum meira að segja efni á því án þess að lífskjör okkar falli niður í nokkurt vesældarástand, ekki einu sinni tímabundið.

En....

Við gerum þetta ekki án þess að dýfa hendinni í kalt vatn. Svo, brettum upp ermar og komum okkur að verki. Við Íslendingar erum upp till hópa harðduglegt og heiðarlegt fólk. Við eigum ennþá fjölbreytt og öflugt atvinnulíf, sem skaffar tekjur sem duga fyrir framfærslu fjölskyldna okkar og velferðarkerfi, menntun, framförum og meira að segja dálitlum lúxus að auki.

Eitt er að bölva yfir lóláni. Annað er að leyfa óláninu að yfirtaka líf sitt og leggjast í vælupest þess vegna. Það er ósanngjarnt að borga fyrir Icesave. En, það kostar meira að væla yfir því meðan hjól atvinnulífsins ískra, heldur en sem því nemur sem hjól atvinnulífsins geta framleitt ef þau fá að snúast.

Icesave-vælið er að tefja uppbyggingu íslensks efnahagslífs. Sú töf er dýrari en nokkur sá ávinningur sem vælararnir gætu samið um, þótt þeir færu allir í nýja samninganefnd. Það er staðreynd.

Við höfum verk að vinna. Koma þarf á eðlilegu fjárstreymi sem smyr hjól atvinnulífsins. Vinda þarf ofan af skuldaklafa sem verðtrygging lána lagði á fjölda fólks. Jafna þarf lífskjör til að tryggja velferð allra íbúanna. Það er nægur auður í landinu, það þarf bara að skipta honum sanngjarnar.

Brettum upp ermarnar, hættum þessu mæðuharðindavæli og komum okkur að verki við uppbyggingu samfélagsins. Svo, áður en við brettum niður ermarnar aftur, þá tökum við skemmdavargana og rassskellum þá!


mbl.is Ekkert lát varð á kaupum á hjólhýsum og tjaldvögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hverju á rassskelling að skila! Ekki borgum við læknum, lögregluþjónum, kennurum laun, eða fyrir læknismeðferðir í útlöndum, með því.

ullarinn (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 13:59

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Mæl þú manna heilust! Í framhaldi af þessu öllu saman þá sendum við alla umhverfisfasista út í hagsauga og virkjum Þjórsá og alveg sérstaklega svokallaðan Urriðafoss!

Ingimundur Bergmann, 1.8.2009 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband