Biðlar á hnjánum

Fer ekki að koma tími á að Sjálfstæðisflokkurinn kaupi nýjar buxur á Vilhjálm Þ., þær hljóta að vera orðnar slitnar á hnjánum? Má örugglega færa þetta undir pólitísk útgjöld í bókhaldi flokksins.

Víða má sjá þess merki að Sjálfstæðismenn hafi skriðið á hnjánum á eftir Ólafi F., Vinstri grænum og jafnvel sumir þeirra á eftir Samfylkingunni í leit sinni að veikum hlekk í Tjarnarkvartettinum.
Svandís segir þá hafa gengið á eftir sér snemma á hundraðdagatímanum, en síðan ekki meir og Ólafur segir Sjálfstæðismenn hafa sagt sér að þeir hafi átt í "alvarlegum viðræðum" við VG einhvern tíma á þessu tímabili. Villi Vill man ekkert!

En hvað man spunakerlingin og atvinnu blaðurfulltrúinn Ómar R. Valdimarsson? Hann man a.m.k. nóg til að segja "I love to say I told you so"! Og hvað var það sem hann hafði sagt okkur? Hann vísar sjálfur í blogg sitt frá 27. nóvember s.l.: "Ætlar Ólafur F. að sprengja meirihlutann?" Þar spáir Ómar því að meirihluti borgarstjórnar verði sprengdur upp með flugeldunum um áramót og "gamli góði Villi" verði borgarstjóri á ný.

Kannski Ólafur F. geti rifjað upp hversu lengi gamli góði Villi er búinn að liggja á hnjánum fyrir framan hann?

Tókst þú lesandi góður eftir því að það var fyrst haft eftir Vilhjálmi Þ., en ekki Ólafi F., að Ólafur F. myndi koma fyrr úr veikindafríi en við hafði verið búist? Þetta var 19. nóvember á visir.is. Villi nefndi að vísu áramót, en minntist þó ekkert á væntanlega flugeldasýningu um leið.

Tókst þú lesandi góður eftir því þegar Vilhjálmur Þ. sagði í dag að Ólafur hefði leitað til hans að fyrra bragði og hann ekki haft brjóst í sér til að bjarga honum ekki úr gíslingu Tjarnarkvartettsins?

Tókst þú eftir því lesandi góður að í Kastljósi vísaði Ólafur F. á Margréti að svara því hvenær hún hafi gefið honum skýrt afsvar með að hún ætlaði ekki að styðja hann í stjórn með Sjálfstæðisflokknum? Og tókstu eftir því að hann kom sér undan að svara spurningunni um það hvenær hann hefði sagt Sjálfstæðismönnunum frá því?

"Það gerðist allt svo hratt", segir Ólafur titrandi röddu. Á einhver að trúa því að þessi borgarstjóri geti tekið yfirvegaðar ákvarðanir?


mbl.is Segir sjálfstæðismenn hafa átt í viðræðum við VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Það er strax búið að gerast meira hjá þessari borgarstjórn heldur en þeirri sem er að fara frá.. Þeir eru amk. með málefnasamning.

Stjórn Dags var dauðadæmd frá upphafi. Enda var sú stjórn alveg jafn illa fengin og þessi sem nú situr.

En svona virkar lýðræðið, það er meirihlutinn sem ræður. Svo það þýðir ekki að vera tapsár. 

Viðar Freyr Guðmundsson, 25.1.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 951

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband