Stjórnmálamaður sem þorir

Af hverju sagði Björgvin ekki af sér fyrr? 

Ég hef verið að lesa fjölmargr umsagnir um afsögn Björgvins. Sammerkt er með ótrúlega mörgum þeirra að höfundarnir ná ekki að sjá út fyrir sitt eigið skinn og halda að Björgvin hljóti að vera eins og þeir. Um þann hóp getur Björgvin vissulega sagt: "Margur hyggur mig sig".

Sé Björgvini fyrst og fremst umhugað um sitt eigið skinn, þá hefði hann sagt af sér fyrir löngu, helst strax í upphafi efnahgashrunsins. Og næg fékk hann tækifærin síðar til að bjarga skinninu. En hann var bara ekki að hugsa um sitt eigið skinn. Hann er bæði samviskusamur og þrautseigur og líka maður sem þorir. Hann þorir að taka óvinsælar ákvarðanir, hefur sýnt það sem ráðherra og sýnir það nú. 

Ekkert í þessum viðbrögðum koma á óvart: "Betra seint en aldrei", "seint i rassinn gripið", "er að bjarga eigin skinni", "sá fram á að vera rekinn", "blekkingaleikur", "kosningabrella", "hugleysi", "liðhlaupi" o.fl., o.fl....

Þegar ég sá Björgvin fyrst í pólitík fannst mér ekki mikið til hans koma, en ég vil alltaf meta fólk af verkum sínum. Björgvin hefur vaxið í áliti hjá mér, smátt og smátt alla tíð síðan. Hann hefur sýnt það að vera gætin, orðvar, traustur og vera góður mannasættir og finna lausnir á viðfangsefnum þegar til hans er leitað. Því skil ég vel að hann hafi ekki verið fyrstur manna til að hlaupa úr stýrishúsinu þegar skútan strandaði. Hann hefur lagt sitt af mörkum, bæði til þess að verja hag almennings í þessarri ágjöf og til þess að láta fjárglæframenn ekki komast yfir allar eigurnar aftur og fletta ofan af gjörðum þeirra.

Lög um greiðsluaðlögun hafa verið lengi í undirbúningi í hans ráðuneyti, en dregist mánuðum saman í dómsmálaráðuneytinu, sem þau þurftu að fara í gegnum líka. Man einhver hvernig stóð á því að lífeyrissjóðir og ónefndir fjármálamenn keyptu ekki Kaupþing skömmu eftir hrunið? Veit einhver af hverju fjárglæframennirnir eru ekki búnir að kaupa Kaupþing í Lúx?

Með afsögn sinni er Björgvin hvorki að kaupa sér forskot á endurkjöri til Aþingis né vísan ráðherrastól í næstu ríkisstjórn. Hann er að taka pólitíska áhættu. Af hverju? Af því að hann er að knýja á um nauðsynlega atburðarás, þegar ríkisstjórnin er komin í þá stöðu að hafa hvorki getu til að gera nauðsynlegar breytingar, né nýir aðilar að þora að axla ábyrgð á því að þurfa að taka þær umdeilanlegu ákvarðanir sem nauðsynlegt er að ráðast í. Hann er að þvinga stjornvöld upp úr hjólförunum. 

Nú getur Samfylkingin ekki setið áfram stundinni lengur í ríkisstjórn sem setur seðlabankastjórnina, ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins og fjármálaráðherrann ekki af. Annað hvort neyðist Sjálfstæðisflokkurinn því til að gera þetta sjálfur, eða þorir það ekki og felur öðrum flokki að koma inn í stjórn með Samfylkingunni til að gera það. 

Afsögn Björgvins auðveldar líka myndun minnihlutastjórnar Samfylkigingar og Vinstrigrænna. Næsta víst er að Vinstrigrænir munu þurfa að slá einhverjar pólitískar keilur til að réttlæta fyrir æstum fylgismönnum sínum að fara í stjórn með þessarri voðalegu Samfylkingu. Hann verður hér með ekki sú keila sem flokkarnir geta tekist á um.

Hefði Björgvin ekki átt að segja af sér mun fyrr? Það hefði breytt ýmsu fyrir hann. En, hverju hefði það breytt fyrir landsstjórnina? Hefðu einvherjir aðrir frekar sagt af sér þá? Hefði einhver annar maður staðið sig betur sem viðskiptaráðherra í þessu samstarfi? Hefði ríkisstjórnin þá staðið sig betur? Væri óþolinmæði og reiði fólksins þá ekki að ná hámarki um þessar mundir? Væri Samfylkingn þá vinsælli?

Nei, þessi ákvörðun Björgvins er afspyrnu sterk. Hann vann sín verk af ósérhlífni og tók af skarið á hérréttum tíma til að sú gerð hans hefði afgerandi áhrif.

Um Björgvin má segja, eins og um alla gildir, að sá sem tekur ákvarðanir tekur stundum rangar ákvarðanir. En sá sem þorir ekki að taka ákvarðanir tekur heldur engar réttar ákvarðanir.

Björgvin G. Sigurðsson er stjórnmálamaður sem þorir.

 


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott kvöld; Soffía !

Hygg; að þessi lofrolla þín, í garð stráklingsins frá Skarði missi gjörsamlega marks. Þið; kratar hafið ekki enn, viðurkennt samsekt ykkar, í glæpaverkum frjálshyggjuaflanna (Sjálfstæðisflokks - Framsóknarflokks og Samfylkingar), gegn íslenzkri alþýðu, svo víðs er fjarri.

Sjálfumgleði ykkar; sem skýrist bezt, af dygleysi ykkar, til brýnnar eflingar frumframleiðslu greinanna (sjávarútvegs - landbúnaðar), er nú vonandi, að koma ykkur í koll, sem fleirrum, þessi dægrin.

Vona; að Íslendingar beri gæfu til, á komandi misserum, að skilja hismi menntamannahrokans, frá kjarna þeirrar raunverulegu undirstöðu, sem við höfum byggt á, í á 12. öld; talið.

Með sæmilegum kveðjum; úr Hveragerðis og Kotstrandar sóknum /

Óskar Helgi Helgaon 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 18:22

2 identicon

Afsakaðu; Soffía - Helgason, átti að standa þar !

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 18:24

3 identicon

Þetta er nú í fyrsta skipti sem ég sé hana Soffíu kallaða ,,krata"! - og finnst mér trúlegt að hún brosi nú við. Annað í pósti Óskar Helga er nú með þeim hætti að ekki er ástæða til að svara.

Flosi (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 20:25

4 identicon

Komið þið sæl; enn á ný !

Flosi (hvers föðurnafn eða þá, ættarnafn skortir) !

Fyrir mér; er liðið, hvert telur sig vera, á bakborðann (til vinstri), ekkert annað, en tækifærissinnaðir kratar, því miður, og ekki hefi ég heyrt eina einustu rödd, úr þeim ranni, vilja standa fyrir herópum nokkrum, gagnvart frjálshyggju damminum, nema þá; ... einna helzt strigakjaftinn og stórvin minn, Jóhannes Ragnarsson, einn fárra, úti undir Enni vestur (Ólafsvík), hver hefir, af kappi miklu sent Gunnarsstaða garpinum, Steingrími J. Sigfússyni, og hans slekti (VG), oftsinnis þann tón, hver við hæfi er, hverju sinni, án harla lítils árangurs, til þessa, Flosi minn.

Hvar við þjóðernissinnar teljumst; flestir vera til stjórnborðans (hægri), að þá hefir hinn ágæti Marx-Lenínisti, Jóhannes í Ólafsvík ekkert látið mig gjalda þess, enda,...... svo stutt yfir; hugmyndafræðilega, í hringnum, að lítið eitt gap skilur að, okkur Jóhannes, að kalla.

Enda; VG ekkert svo óra fjarri, hinum Evrópu sambands glýju flokkunum, sem kunnugt er.

Vona; að þið Soffía, misvirðið ekki, hreinskilni mína; Flosi minn.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 952

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband