Hvað kallast það að borga einkaaðilum fyrir kvótann?

Sjálfstæðisflokkurinn og helstu styrktaraðilar hans, útvegsmenn, eru nú enn einu sinni að ganga af göflunum rétt fyrir kosningar, vegna kvóthagsmuna. "Samfylkingin ætlar að setja útgerðina á hausinn! Samfylkingin er að skattleggja landsbyggðina! Samfylkingin er að gera Vestmannaeyjar gjaldþrota!"

Hvar hafa allar þeirra upphrópanir verið á meðan útgerðarmenn sem sölsað höfðu undir sig sameign þjóðarinnar á fiskimiðum, voru að selja öðrum réttinn til að stunda fiskveiðar?

Hvað er sá landsbyggðarskattur orðinn hár? Fjölmargir kvótkóngar hafa selt fiskveiðiréttind burt úr hverju sjavarplássinu á eftir öðru og farið burt með andvirðið. Fyrir það hafa þeir m.a. keypt sér tuskubúðir í Reykjavík, fótboltafélög á Englandi, sumarhús, þyrlur og banka. Eftir sátu nýjir útgerðaraðilar, sem tóku óheyrileg lán til að kaupa kvótann af gömlu kvótakóngunum. Enda er sjávarútvegur núna gríðarlega skuldsett grein.

Og ef Samfylkingin ætlar ekki að rústa bæði sjávarútvegi og landsbyggðinni með fyrningarleið á eignarhaldi á fiskveiðirétti, þá ætlar hún væntanlega að útrýma þessu lífi með inngöngu Íslands í ESB!

Já, þetta bölvaða ESB og evran hennar! Áður en bankahrunið varð, þá glímdu útgerðarfyrirtæki og fleiri sem eiga mikið undir gengi krónunnar komið, við þann vanda að geta ekki reitt sig á það fram í tímann hvers virði krónan yrði. Þetta leiddi sjávarútvegsfyrirtæki, eins og t.d. Ísfélag Vestmannaeyja, út í að breyta rekstrarsjóði sínum i vogunarsjóð, sem var alltaf að veðja á hvort hann ætti að gera framvirka samninga um gjaldeyriskaup sem reiknuðu með falli eða risi krónunnar. Síðasta veðmál Ísfélagsins endaði með ósköpum og þeir töpuðu hundruðum milljóna á braskinu. En að fá stöðugan gjaldmiðil í staðinn fyrir íslenska krónu? Landráð!

Fyrningarleið Samfylkingarinnar er sannkölluð leið til þjóðarsáttar um endurheimt sjávarútvegsauðlindarinnar í þjóðareign. Hún endurheimtir aðeins 5% á ári, sem gerir greininni færi á að aðlagast breytingunni. Það er minni sveifla en sveifla í aflamarki af náttúrulegum ástæðum. Svo er ekki eins og fiskveiðar dragist við þetta saman þar til þær verða að engu. Nei, öðru nær, munurinn er sá að nú borga menn í auðlindasjóð þjoðarinnar, en ekki til einkaaðila. Andvirðið verður notað til að styrkja byggð á landinu, einkum í sjávarplássum, efla hafrannsóknir og styrkja úterðina til að mæta kostnaði af þessum aðgerðum eða óvæntum áföllum. 

Með þessu móti verður þjóðinni, og sjávarútveginum sérstaklega, bætt að nokkru það arðrán sem í einkavæðingu veiðiheimilda fólst. Sterkur gjaldmiðill, með stöðugleika og öflugan bakhjarl, mun líka stórbæta rekstarskilyrði sjávarútvegsfyrirtækja, rétt eins og annarra fyrirtækja í landinu. Sá gjaldmiðill fæst ekki með íslensku krónunni, en hann býðst með evru.

Ágætu íbúar landsbyggðarinnar. Þeir sem ætla að skattpína landsbyggðina og sjávarútveginn i drep, með braski einkaaðila á kvóta, svimandi háum vöxtum og óstöðugum gjaldmiðli, eru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Þeir sem leggja fram raunhæfa leið út úr núverandi efnahagsvanda, nýjan öflugan gjaldmiðil og auðlindir í þjóðareign, eru Samfylkingin.

Þitt er valið og valdagur á laugardag 25. apríl. 


mbl.is „Sýður á mönnum vegna 5% landsbyggðarskattsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Dugar skammt hjá Óla Rögg svona málflutningur.

Fólk er ekki lengur fífl og lætur ekki svona áróður hafa áhrif á afstöðu sína.

Þessi hræðsluáróður er eins og argasta öfugmælavísa.

Níels A. Ársælsson., 20.4.2009 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband