Hvar finnst reyndur saksóknari?

Þegar ég hlustaði á Evu Joly segja í Kastljósi að ráða þyrfti þrjá reynda saksóknara til að fara með rannsókn á gömlu bönkunum þremur, þá velti ég því fyrir mér hvar þá væri að finna. Og hverjir hefðu skipað þá í embætti.

Ég byrjaði á því að fletta upp í ráðherralista dómsmálaráðuneytisins, sem birtir lista yfir alla dómsmálaráðherra Íslands frá árinu 1917. Þar sést skilmerkilega að helmingaskiptaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafa skipt þessu embætti á milli sín allveg síðan þeir urðu til, með eftirfarandi undantekningum:

Jón Sigurðsson, dóms- og kirkjumálaráðherra frá 8. júlí 1987 til 28. september 1988.
Vilmundur Gylfason, dóms- og kirkjumálaráðherra frá 15. október 1979 til 8. febrúar 1980.
Friðjón Skarphéðinsson, dóms- og kirkjumálaráðherra frá 23. desember 1958 til 20. nóvember 1959.
Finnur Jónsson, dómsmálaráðherra frá 21. október 1944 til 4. febrúar 1947.
Ofantaldir sátu allir á þingi fyrir Alþýðuflokkinn, meðan þeir voru ráðherrar.

Svo nú spyr ég: Hvaða núlifandi dómari, sýslumaður eða saksóknari á öllu Íslandi hefur ekki verið skipaður í embætti af dómsmálaráðherra annars helmingaskiptaflokkanna, Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks? Og ... var hann valinn í embætti af því að hann var hæfari en aðriri umsækjendur, eða af því að ráðherranum sem skipaði hann þótti hann hæfari?

Gangi okkur vel að finna þrjá reynda saksóknara!


mbl.is Frumvarp um sérstakan ríkissaksóknara fyrir þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sá sem dæmdi Maddof í 150 ár . Íslenskir eru óhæfir allir með tölu

Finnur Bárðarson, 3.7.2009 kl. 11:20

2 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Hann Maddof nær aldrei að sitja inni í 150 ár, en við getum kannski slegið saman í púkk og sent honum liðsauka við verkið!

Soffía Sigurðardóttir, 3.7.2009 kl. 11:47

3 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Þjóð sem er búin að hlusta á allar fréttir byrja á: Davíð sagði og Halldór sagði, í tuttugu ár og hefur sjálf kosið að hafa það þannig, er einfaldlega heillum horfin og að reikna með að í slíku samfélagi finnist saksóknarar, og ekki færri en þrír sem hægt sé að treysta á; ja, svei mér þá, lengi er von á einum!

En Davíð er genginn aftur og farinn að tjá sig svo okkur er líkast til borgið; meira segja farinn að vitna í gömul ártöl!!

Ingimundur Bergmann, 4.7.2009 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 954

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband