Kunna að meta verklegar framkvæmdir

Oft leynist sitthvað athyglisvert í smáletrinu. Líka í smáaletri Lánabókar Kaupþings. Þar segir um einn lánþeganna, verktakafyrirtæki nokkurt,undir liðnum Áhættuþættir:

Risk Factors
The construction sector has been under some pressure, especially the residental part of it. Declining sales, inventory build-up in high intrest rate environment, high inflation environment and ISV instability. Rising constuction prices are hard to push into price of residental properties that sell badly to begin with. ÍAV's project pipeline in tender projects is on the other hand very strong and on that side rising costs are pushed onto the client wich are many governmental and minicipal institutions and organisations.

Feitletranir eru mínar. Þar er greint frá því að erfitt sé að velta hækkuðum framkvæmdakostnaði inn í verð íbúðarhúsnæðis um þessar mundir. En, á hinn bóginn vill svo vel til að verktakafyrirtækið skiptir mikið við samtök og stofnanir ríkis og sveitarfélaga og í þeim geira sé verðhækkunum troðið oní kok viðskiptavinanna.

Nú, nú, svo er bankinn með veð í öllum þeim eignum sem hann lánar til (80% lán) og krosseigntengslaveð að auki, enda er verktakafyrirtækið hluti af stærri samsteypu. Svona Einbjörn, Tvíbjörn, Þríbjörn eignarhaldskeðjuform.

Ég hef ekki fylgst með því hvort Kaupþing er búið að leysa þetta verktakafyrirtæki til sín eða ekki. Enda eru örlög þessa fyrirtækis ekki umfjöllunarefnið hér, heldur bara þessi litla athugasemd um að kunna að meta verklegar framkvæmdir - og notfæra sér það!


mbl.is Aðgerðarsinnar fóru upp í vinnupalla við Hallgrímskirkju.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Þetta eru Íslenskir aðalverktakar.

Margrét Sigurðardóttir, 3.8.2009 kl. 11:33

2 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Dear Iceland
FUCKYOU
Yours truly
Kaupthing

(Stutta útgáfan af Lánabók Kaupþings)

Soffía Sigurðardóttir, 3.8.2009 kl. 12:09

3 identicon

LOL  "Stutta útgáfan"!

Ritarinn (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband