Þar er köttur

Af hverju má ekki hafa gæludýr á sambýlum aldraðra?

Ég veit þó um eitt hjúkrunarheimili þar sem býr þessi indæli gulbröndótti köttur og er heimilisfólkinu mikið yndi. Hann tók að venja þangað komu sína sem kettlingur, líkaði betur þar en heima hjá sér í nágrenninu, enda tosar gamla fólkið ekki í skottið á ketti eða rífur í feldinn á honum! Fékk hann þar fasta heimilisvist, en það er strangt tekið brot á reglum sem rekstraraðili heimilisins setur og því er það ekki kynnt opinberlega.

Þessi sóma köttur fer oft inn í herbergi sumra íbúa og leggst til fóta. Er það jafnan gagnkvæm ánægja.

Svo þekki ég líka fólk sem hefur þurft að upplifa þá sorg að vera neytt til að láta aflífa gæludýr sitt vegna reglna á elliheimili. Þetta á ekki bara við á hjúkrunar- og dvalarheimilum, heldur líka í fjölbýlishúsum með einkaíbúðum aldraðra.

Þessi gæludýraandstaða er með ólíkindum. Það apar hver eftir öðrum um ofnæmi, ónæði, óþrifnað og hverslags óáran sem fylgi gæludýrum. Fyrr má nú vera að hafa hoppað út úr moldarkofunum og í steinsteypuna!

Gæludýr gefa einmana fólki mikið. Í okkar steinsteypta samfélagi er aldrað fólk oft einmana og það er grimmt að svifta það þeim félagsskap sem gæludýr geta gefið því. Og oftast er það alveg gjörsamlega ónauðsynlegt.


mbl.is Afþakka vist vegna gæludýrs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 993

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband