Geðhjálp í viðlögum

Af hverju má sýna Villa viðutan en ekki Ólaf gúgú?

Í spéspegli sérðu mynd sem þér líkar ekki, en hún er samt af sjálfum þér. Spéspegill þjóðarinnar, í útbreiddum fjölmiðli, getur aldrei sýnt hverjum og einum mynd af sjálfum sér, en hann sýnir samt mynd af stórum hluta þjóðarinnar. Stór hluti þjóðarinnar sér persónur í borgarstjórabyltunni eins og Spaugstofan sýndi þær. Margir í þeim hluta skammast sín fyrir þá sýn, en aðrir ekki. Þeir sem hneykslast á Spaugstofuþættinum þola sumir ekki myndina af sjálfum sér, en það gildir auðvitað ekki um alla.

Skop er öryggisventill í samfélaginu. Út um hann er loftað reiði og ótta. Þar þarf að gera grín að stjórnvöldum og trúarbrögðum, annars verða þau fyrirbæri of þrúgandi. Það má bæði birta skopmyndir af Múhameð og borgarstjóra Reykjavíkur.

Fólki finnst þrúgandi að upplifa borgarstjórann sem "gúgú" og það léttir á þessarri þrúgandi tilfinningu að fá að hlæja að henni. Þegar allt kemur til alls, þá mun þessi Spaugstofuþáttur frekar hjálpa borgarbúum við að taka Ólaf F. í sátt, en hitt. 

Spaugarar veita þjóðinni geðhjálp í viðlögum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 1034

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband