Samþykktum borgarstjórnar breytt við stofuborðið

Af hverju fóru skipti á því hver verði forseti borgarstjórnar og hver formaður borgarráðs, ekki fram á fundum borgarstjórnar 3. júní s.l. og borgarráðs 5. júní s.l.?

Á þeim borgarstjórnarfundi fór fram reglubundið kjör forseta og varaforseta borgarstjórnar til eins árs og kjör í borgarráð og fleiri stjórnir á vegum borgarinnar til eins árs líka. Á borgarráðsfundinum fór fram kjör formanns og varaformanns ráðsins til eins árs. Á þessum fundum var Hanna Birna kjörin forseti borgarstjórnar til eins árs og Vilhjálmur kjörinn formaður borgarráðs til eins árs.

Fjórum og tveimur dögum síðar, er boðað til blaðamannafundar heima hjá Vilhjálmi, þar sem skálað er í kampavíni yfir því að Hanna Birna muni taka við af honum sem formaður borgarráðs og hann verða forseti borgarstjórnar. Jafnframt var tilkynnt að hún væri orðin borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, sem samkvæmt samningi við Ólaf F. ætti að taka við embættinu eftir 10 mánuði, í mars á næsta ári. Fundurinn þar sem Sjálfstæðismenn samþykktu þetta plott var haldinn heima hjá öðrum borgarfulltrúa fyrr sama dag og boðaður með svo stuttum fyrirvara að ekki komust allir borgarfulltrúarnir á fundinn. En eindrægnin var sögð góð.

Forseti og varaforseti borgarstjórnar, fulltrúar í borgarráð og í nokkrar fleiri stjórnir, eru venjulega kosnir til eins árs í senn. Að öllu venjulegu eru þeir kosnir fyrst eftir sveitarstjórnarkosningar í júní til júní á næsta ári. Þar sem undanfarnir mánuðir hafa ekki verið neitt venjulegir í stjórn Reykjavíkur, var þessi hópur kosinn eftir ný meirihlutaskipti á fundi 24. janúar s.l. til júní á þessu sama ári.

Hanna Birna á ekki auðvelt verk fyrir höndum.

Í fyrsta lagi er hún gerð að oddvita strax, en tekur samt ekki við af Villa fyrr en í haust. Nú er hún forseti borgarstjórnar, en Villi er formaður borgarráðs. Borgarstjórn er í sumarfríi hluta sumars og borgarráð fer með fullnaðarafgreiðslu mála á meðan. Borgarráð er því aldrei valdameira en einmitt á sumrin. Hanna Birna situr að vísu í borgarráði, en það er formaður borgarráðs, Villi Vill, sem samkvæmt samkomulaginu við Ólaf F. er jafnframt staðgengill borgarstjóra. Þar sem búið er að kynna hana sem oddvita Flokksins í borgarstjórn, mun almenningur kalla hana til ábyrgðar strax, þótt hún fái ekki hin formlegu völd strax.

Í öðru verður erfitt fyrir Hönnu að ná stjórn á hinum sundurlyndu félögum sínum í borgarstjórnarflokknum. Þeir hafa hingað til látið illa að stórn og ekkert bendir til að þeir muni láta af þeim sið. Hún er heldur ekki valinn af þeim, þótt hún sé samþykkt af þeim. Á því er munur. Svo eru einstaklingar innan hópsins sem munu gráta það þurrum tárum að henni mistakist að ná stjórn á borginni. Slíkt mun aðeins opna þeirra eigin möguleika á að stefna á borgarstjórastólinn eftir næstu kosningar.

Í þriðja lagi efast ég mjög um að Ólafur F. Magnússon muni styðja Hönnu í nýju starfi. Mun hann yfir höfuð styðja borgarstjórn undir forystu Sjálfstæðiflokksins eftir að hann lætur sjálfur af starfi borgarstjóra?

Þótt borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi samþykkt Hönnu sem borgarstjóraefni sitt, er ekki þar með sagt að hún verði nokkurn tíma borgarstjóri.

Hanna Birna tók við eitruðum kaleik úr höndum Villa Vill í gær.


mbl.is Hanna Birna verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 982

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband