Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.7.2008 | 10:40
Dragnót á hrygningarsöndum sunnan lands
Ráðlegt að takmarka dragnótaveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2008 | 17:29
Samþykktum borgarstjórnar breytt við stofuborðið
Af hverju fóru skipti á því hver verði forseti borgarstjórnar og hver formaður borgarráðs, ekki fram á fundum borgarstjórnar 3. júní s.l. og borgarráðs 5. júní s.l.?
Á þeim borgarstjórnarfundi fór fram reglubundið kjör forseta og varaforseta borgarstjórnar til eins árs og kjör í borgarráð og fleiri stjórnir á vegum borgarinnar til eins árs líka. Á borgarráðsfundinum fór fram kjör formanns og varaformanns ráðsins til eins árs. Á þessum fundum var Hanna Birna kjörin forseti borgarstjórnar til eins árs og Vilhjálmur kjörinn formaður borgarráðs til eins árs.
Fjórum og tveimur dögum síðar, er boðað til blaðamannafundar heima hjá Vilhjálmi, þar sem skálað er í kampavíni yfir því að Hanna Birna muni taka við af honum sem formaður borgarráðs og hann verða forseti borgarstjórnar. Jafnframt var tilkynnt að hún væri orðin borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, sem samkvæmt samningi við Ólaf F. ætti að taka við embættinu eftir 10 mánuði, í mars á næsta ári. Fundurinn þar sem Sjálfstæðismenn samþykktu þetta plott var haldinn heima hjá öðrum borgarfulltrúa fyrr sama dag og boðaður með svo stuttum fyrirvara að ekki komust allir borgarfulltrúarnir á fundinn. En eindrægnin var sögð góð.
Forseti og varaforseti borgarstjórnar, fulltrúar í borgarráð og í nokkrar fleiri stjórnir, eru venjulega kosnir til eins árs í senn. Að öllu venjulegu eru þeir kosnir fyrst eftir sveitarstjórnarkosningar í júní til júní á næsta ári. Þar sem undanfarnir mánuðir hafa ekki verið neitt venjulegir í stjórn Reykjavíkur, var þessi hópur kosinn eftir ný meirihlutaskipti á fundi 24. janúar s.l. til júní á þessu sama ári.
Hanna Birna á ekki auðvelt verk fyrir höndum.
Í fyrsta lagi er hún gerð að oddvita strax, en tekur samt ekki við af Villa fyrr en í haust. Nú er hún forseti borgarstjórnar, en Villi er formaður borgarráðs. Borgarstjórn er í sumarfríi hluta sumars og borgarráð fer með fullnaðarafgreiðslu mála á meðan. Borgarráð er því aldrei valdameira en einmitt á sumrin. Hanna Birna situr að vísu í borgarráði, en það er formaður borgarráðs, Villi Vill, sem samkvæmt samkomulaginu við Ólaf F. er jafnframt staðgengill borgarstjóra. Þar sem búið er að kynna hana sem oddvita Flokksins í borgarstjórn, mun almenningur kalla hana til ábyrgðar strax, þótt hún fái ekki hin formlegu völd strax.
Í öðru verður erfitt fyrir Hönnu að ná stjórn á hinum sundurlyndu félögum sínum í borgarstjórnarflokknum. Þeir hafa hingað til látið illa að stórn og ekkert bendir til að þeir muni láta af þeim sið. Hún er heldur ekki valinn af þeim, þótt hún sé samþykkt af þeim. Á því er munur. Svo eru einstaklingar innan hópsins sem munu gráta það þurrum tárum að henni mistakist að ná stjórn á borginni. Slíkt mun aðeins opna þeirra eigin möguleika á að stefna á borgarstjórastólinn eftir næstu kosningar.
Í þriðja lagi efast ég mjög um að Ólafur F. Magnússon muni styðja Hönnu í nýju starfi. Mun hann yfir höfuð styðja borgarstjórn undir forystu Sjálfstæðiflokksins eftir að hann lætur sjálfur af starfi borgarstjóra?
Þótt borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi samþykkt Hönnu sem borgarstjóraefni sitt, er ekki þar með sagt að hún verði nokkurn tíma borgarstjóri.
Hanna Birna tók við eitruðum kaleik úr höndum Villa Vill í gær.
Hanna Birna verður borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2008 | 11:55
NEI! NEI! NEI!
Ef til viðbótar við lögreglumenn öskrandi GAS! GAS! GAS!, á að bæta lögrelgumönnum öskrandi STUÐ! STUÐ! STUÐ!, þá segi ég NEI! NEI! NEI!
Ef lögreglumenn halda að nýleg frammistaða fjöldstjórnunarliðs þeirra og GAS!-öskrandi sérsveitarmenn lögreglunnar, hafi aukið stuðning við það að lögreglan fái Taser-valdbeitingartæki, þá hafa þeir dottið úr sambandi við raunveruleikann.
Allir lögreglumenn fái rafstuðbyssu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2008 | 10:23
YES!
Stefán Pálsson! Ég skal mæla með þér við félaga Ingibjörgu Sólrúnu, sem forstjóra nýrrar Varnarmálastofu utanríkisráðuneytisins.
Ég staðfesti að þú hefur allt í senn lokið háskólaprófi, þekkingu á verksviði stofnunarinnar, reynslu af mannaforráðum, stjórnun og rekstri, leiðtogahæfileika, hæfni til að tjá þig í ræðu og riti á íslensku og ensku a.m.k., hæfni til upplýsingamiðlunar, samskiptahæfni, frumkvæði og metnað. Þar til viðbótar hefur þú skýra framtíðarsýn á hutverk og starfshætti stofnunarinnar.
Formaður SHA sækir um forstjórastarf Varnarmálastofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2008 | 13:04
Aumingjapokarnir
Látnir þrífa eftir sig og munu héðan í frá ganga undir nafninu Aumingjapokarnir.
Nema þeir verði nefndir Vofurnar, Draugarnir eða Hinir framliðnu. sbr. þessa færslu HÉR.
Á sunnudagsmorgun sá ég tætlur af plasti, vitavrap eða svona rúllu af "aumingjapokum" sem einhver hafði strengt milli umferðamerkja við Biskupstungnabraut, þvert yfir þjóðveginn. Sakar sosum varla bíla sem aka á þetta, en gæti verið mjög hættulegt fyrir vegfarendur á mótorhjóli, sérstaklega ef þetta var vitavrap, því að er býsna sterkt.
Látnir tína upp plastpoka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2008 | 10:59
Einu sinni var ...
... menningarsalur í Hótel Selfossi.
Þetta er upphafið að spennandi ævintýri, svo lestu áfram!
Þegar gamla Selfossbíó var rifið, var nýtt Hótel Selfoss byggt og í þeirri byggingu var gríðarstór salur með hallandi stöllum fyrir áhorfendasæti. Fyrir endanum er mikið svið og hár turn upp af því, þar sem hægt er að hífa leiktjöld upp og niður. Undir sviðinu er samsvarandi svæði, af sumum hugsað sem æfingasvið og svo átti búningaaðstaðan og leikmyndageymslan og allt það að vera í kjallaranum. Í turninum eru líka tveir salir, sá efri með flottu útsýni. Mörg hundruð fermertrar allt í allt. Hefur staðið fokhelt í nærri því 40 ár!
Það var kosningaloforð frambjóðenda til bæjarstjórnar Selfoss fyrir margar kosningar, að fullgera þennan Menningarsal Suðurlands í Hótel Selfossi. Eftir nokkrar kosningar var þetta orðið svo pínlegt að menn hættu að minnast á salinn.
Hótel- og veitingarekstur í Hótel Selfoss gekk alltaf illa. Gistirými var lítið, en veitingarými mikið, húsið stórt og dýrt í rekstri en var einhvern veginn alltaf bæði of og van.
Ég hef ekki tíma til að fletta upp í skriflegum heimildum núna, en fletti þess í stað bara upp í minninu.
Svo kom bjargvætturinn.
Kaupfélag Árnesinga, KÁ, rak orðið hótelið, en bærinn átti alltaf húsið. Nú bauðst KÁ til að kaupa húsið af bænum, á hóflegu verði, gegn því að lofa að fullgera þennan menningarsal. Samningar voru undirritaðir og KÁ stofnaði eignarhaldsfélagið Brú um rekstur hússins og setti yfirmann hótelsviðs síns sem framkvæmdastjóra þess.
Samningurinn við sveitarfélagið hljóðaði upp á að kaupverð væri 40 milljónir króna. Bærinn átti ekki að gefa afsal fyrir menningarsals hlutanum fyrr en honum væri lokið og þannig þurfti nýr eigandi ekki að borga fasteignagjöld meðan rýmið stóð ónotað. Þá átti bærinn að rífa nálægt hús, til að rýma fyrir stækkun hótelsins, en í húsinu rak bærinn leikskóla. Hluti af bílastæðunum í kring voru líka húseiganda að kostnaðarlausu.
Nú, Brú hófst handa við að hanna nýtt og glæsilegt hótel og sömuleiðis endurbæturnar á menningarsalnum. Fjárhagaáætlun var auðvitað gerð. Svo óx viðbyggingin eitthvað að umfangi og út fyrir fjárhagsáætlunina.
Þá rann upp hinn 11. september 2001. Fjármálamarkaðir heimsins skelltu í lás fyrir framan nefið á öllu sem hét ferðaþjónusta, flugfélög og hótel. Fram að þessu hafði þetta verið "alveg að koma" og framkvæmdir fjármagnaðar á skammtímalánum sem átti að klára þegar húsið yrði veðhæft. KÁ var í ábyrgðum.
Nú voru góð ráð dýr og bjargráð enn dýrari.
Ákveðið var að stofna sér félag um Menningarsal Suðurlands og leita styrkja til að fullgera hann. Menntamálaráðherra var þá búinn að tromma upp með áform um Menningarhús í hverjum landsfjórðungi. En, Menningarsalur Suðurlands átti sér betri lobbýista í Vestmannaeyjum og þar skyldi hann staðsettur. Leitað var til SASS (Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga), bæjarstjórnar Árobrgar, þingmanna Suðurlandskjördæmis (en þar í eru Vestmannaeyjar) og allir bentu eitthvert annað. Leitað var til almennings og hafin söfnun fyrir stólum salinn, þar sem fólk gat keypt sér sæti. Ég held jafnvel að einhverjir hafi borgað sín.
Nú fóru lánadrottnarnir að þjarma að og KÁ sökk dýpra í reddingum og ábyrgðum. Bærinn skrifaði upp á veðheimildir í húsinu, án þess að menningarsalurinn væri þar undanskilinn, en uppákrift bæjarins þurfti af því að það var ennþá þinglýstur eigandi hluta hússins. Bærinn skrifaði hins vegar ekki upp á neinar ábyrgðir. Svo var þinglýsingu á eignarhaldi hússins klúðrað (ekki halda að það hafi gers hjá sýslumannsembættinu á Selfossi, þar klúðra menn aldrei neinu), svo húsið var allt þinglýst óskipt eign Brúar.
Dæmið gekk ekki upp og Brú fór á hausinn, með hótel hlutann nær fullbúinn, en mennignarsalinn jafn ókláraðan og áður. Lánardrottnar gengu að veði í húsinu öllu og bærinn átti þar með engan Menningarsal í Hótel Selfoss lengur. Bærinn var víst líka búinn að samþykkja eitthvert skuldabréf fyrir vangoldnum fasteignagjöldum svo hann átti ekki lengur lögveð fyrir þeim öllum, restina hefur hann væntanlega fengið greidda frá hæstbjóðandanum. Svo var gengið að ábyrgðaraðilanum KÁ, sem varð svo gott sem gjaldþrota, fór í nauðasamninga og þurfti að selja allar eigur sínar til að standa undir þeim hluta af skuldbindingum sínum sem nauðarsamningarnir kváðu á um.
Nú er verið að bjóða bænum að kaupa Menningarsalinn aftur. Þeir mega borga hann með niðurfellinga fasteignagjalda, segir í fréttinni. Ekki fylgir það fréttinni hvort það séu uppsöfnuð ógreidd fasteignagjöld nýs eiganda eða hvort þetta sé bara ráðstöfun til framtíðar.
Hvort heldur er, þá kemur þessi guðsvolaði menningarsalur allt eins vel til greina sem nýr menningarsalur í Árobrg, en ekkert frekar en nýr. Íbúar Árborgar skulda eigendum menningarsalarins ekki neitt.
Köttur úti í mýri, setti upp á sér stýri ...
Menningarsalurinn skuli keyptur strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2008 | 10:39
Viðhlægjendur verstir
Af hverju komast krakkar upp með það að taka myndir af skólafélögum sínum á klósettinu og dreifa þeim?
Af hverju eru slíkir dónar ekki úthrópaðir og útskúfaðir af samnemendum sínum?
Ég var sjálf í þessum skóla fyrir margt löngu og veit að gömlu klósettin hafa ekkert breyst. Þá var, eins og víða á almenningssalernum, þiljað milli klósetta með vegg og hurð sem náðu ekki alveg niður í gólf og ekki alveg upp í loft. Slíkt auðveldar bæði loftræstingu og þrif.
Það kom fyrir að einhverjir gerði það í stríðni að kíkja undir eða yfir vegginn, uppskáru fyrir það bæði hlátur sumra og skammir annarra. En krakkar tóku ekki myndir af félögum sínum á klósettinu. Þótt við ættum enga gemsa með innbyggðri myndavél, áttum við mörg hver "imbamatik" myndavélar, sem voru litlar og meðfærilegar, en senda þurfti filmur úr þeim til farmköllunar í þar til gerð fyrirtæki.
Hefði einhver birt slíkar myndir, hefði hann jú eflaust fengið einhverja til að hlægja með sér að þeim, en það er ekkert miðað við þá fordæmingu sem hann hefði uppskorið hjá meirihluta nemenda. Honum hefði verið úthúðað herfilega og síðan almennt verið álitinn ógeð og fáir viljað umgangast hann á eftir.
Á þessum árum hefði hann ekki verið kallaður pervert eða perri, af því að við þekktum ekki það orð. Við þekktum heldur ekki orðin sifjaspell eða kynferðisafbrotamenn eða kynferðisleg misnotkun á börnum. Ekki af því að slíkt væri ekki til þá, við vitum nú flest um einhverja gamla skólafélaga okkar sem sættu slíku. Við vissum hings vegar að nauðgun og nauðgarar væru til.
Kennararáð Vallaskóla fór fram á að skilrúmin milli klósettanna yrðu gerð myndavélaheld. Framkvæmda- og veitustjórn Árborgar neitaði reyndar að taka þessar framkvæmdir fram yfir aðrar sem hún taldi brýnni og sagði að svona hegðunarvandamál ættu heima undir Fjölskildumiðstöð en ekki sviði verklegra framkvæmda. Bæjarstjórn tók undir það.
Ég skora á foreldra að ræða við börn sín og leggja að þeim að stöðva svona athæfi. Það stundar enginn svona ruddalega framkomu við skólasystkin sín, nema hann eigi bakland sem hlær með honum. Það er enginn saklaus af þessarri hegðun nema sá sem grípur til aðgerða gegn henni. Fordæmum svona dónaskap.
Enga dóna í mínum skóla!
Salernin eru ekki símaheld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2008 | 15:27
Má bjóða þér nýra?
Eru einhverjir stríðsaðilar sem eiga góðan málstað að verja í fyrrum Júgóslavíu? Hvað með Albanina í Bosníu? T.d. þá sem myrtu fólk til að selja úr því líffærin. Voru þeir ekki örugglega að afla með því fjár fyrir góðan málstað? Alla vega nógu góðan málstað til að hægt væri að viðurkenna nýja stjórn í Kosovo undir þeirra forsæti.
Þessi frétt rataði inn í morgunfréttatíma RÚV um daginn. Eins og svo margar fleiri athyglisverðar erlendar fréttir, hefur hún síðan hvorki heyst né sést meir.
"Albanar skáru líffæri úr ungum serbneskum föngum og seldu þau þegar Kosovo-átökin voru í algleymingi 1999. Þetta staðhæfir Carla Del Ponte, fyrrverandi yfirsaksóknari Sameinuðu þjóðanna í stríðsglæpamálum gömlu Júgóslavíu. Daily Telegraph segir frá þessu í dag.
Del Ponte segir sérfræðinga stríðsglæpadómstólsins hafa fundið hús þar sem talið sé að líffærin hafi verið skorin úr föngunum. Ásakanirnar styðjist við vitnisburð margra manna.
Samkvæmt þeim voru nýru fjarlægð úr föngunum, síðan saumað fyrir sárið og mönnunumhaldið á lífi í fangavist uns einhver viðskiptavinur óskaði eftir öðru líffæri úr þeim. Með seinni aðgerðinni voru þeir myrtir.
Del Ponte segir fangana hafa vitað hvað beið þeirra, margir hafi grátbeðið um að verða líflátnir strax.
Hún staðhæfir að leiðtogar Frelsishers Kosovo hafi ekki aðeins vitað um þetta, heldur þegið hluta af ágóðanum. Einn þessara manna hafi verið Hashim Thaci, núverandi forsætisráðherra Kosovo.
Formælandi Thacis segir þessar ásakanir fráleitar, Del Ponte hafi spunnið þær upp."
Norðmenn framselja meintan stríðsglæpamann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2008 | 11:43
Ölmusa af arðráni
200 milljónir dollara frá Bandaríkjastjórn vegna hungurs í heiminum! Talið er að hækkun matvælaverðs muni auka á hungursneyð 100 milljóna manna í heiminum. Þetta er framlag upp á 2 dollara á hvern hungraðan mann. Það samsvarar 66 centa framlagi frá hverjum íbúa Bandaríkjanna, eða innan við 50 krónum.
Annars er hann Hlynur á Eyjunni með ágætan samanburð á því hvað 200 milljónir dollara vegi í ýmsum vösum. Ég er svo löt að blogga þessa dagana. Þá er gott að geta bara vísað á aðra sem gera betur.
200 milljóna dala aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2008 | 11:15
Af hverju?
Hvað vill ríkislögreglustjóri í þessu máli? Heldur einhver að það sé bil á milli skoðana ríksilögreglustjóra og dómsmálaráðherra í þessu máli frekar en öðrum?
Þegar lögreglustjóraembættið á Suðurnesjum er brotið svona upp, þá liggja þungir straumar þar undir. En hverjir?
Lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar