Færsluflokkur: Matur og drykkur
7.12.2007 | 08:11
Nafnlausi pöddubjórinn
Af hverju er tegundin ekki tilgreind?
Af hverju í ósköpunum er ekki tilgreint undir hvaða vörumerki viðkomandi jólabjór var?
Þótt fréttin sé úr 24 stundum, þá er hún frétt mbl.is, þegar hún er birt á mbl.is og ber mbl.is því alla ábyrgð á henni eins og hún er birt þar.
Ég hef ekki einu sinni gáð að því hvort nafn framleiðandans kemur fram á 24 stundum, af því að það kemur gagnrýni minni á fréttina ekki við. Ég er að gagnrýna fréttaflutninginn.
Annað hvort er þetta frétt eða skemmtiefni. Ef það er frétt, á að koma fram frá hvaða framleiðanda þetta er.
Kannski telur fréttamiðillinn sig ekki geta sannað fréttina ef framleiðandinn fer í mál út af atvinnurógi og sleppir nafnbirtingunni þess vegna. Þá er hann um leið að beita atvinnurógi gegn öllum sem selja vöru hér á landi sem "jólabjór". Þess vegna þarf fjölmiðill að velja hvort hann birtir frétt eða ekki.
Kannski er þetta bara kranablaðamennska vefs, sem birtir ófullnægjandi úrdrátt úr annarri frétt. En það er ekki gild afsökun.
Ég á svo sem ekki von á svari við spurningunni sem ég bar upp fremst, en ber upp aðra og lýsi eftir svari:
Undir hvaða vörumerki var þessi bjór seldur?
Fann skordýr í jólabjórnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar