29.10.2007 | 02:36
Bannorð
Ég þekkti einu sinni fatlafól sem flakkaði um á hjólastól ... hann ók loks í veg fyrir valtara og varð að klessu ojbara.
Rithöfundurinn Pearl S. Buck bjó lengi í Kína og skrifaði bók um einhverfa dóttur sína, sem ég las sem barn, löngu áður en ég kynntist fyrst einvherfri manneskju. Í bókinni sagði hún m.a. frá dreng í kínverskum skóla, sem skólasystkinin kölluðu "klumbufót". Vesturlandabúunum fannst þetta ljótt af börnunum að uppnefna drenginn, en var bent á að með þessu viðurnefni væri ekki verið að hæðast að fötlun hans, heldur að viðurkenna sérstöðu hans og honum ekki virt hún til neinnar lítillækkunar. Ég skildi þetta þá og hef aldrei síðan skilið þessa fælni við að kenna fólk við sérkenni sín og þaðan af síður kröfuna um að fólk eigi að leggja sig fram um að hafa engin sérkenni.
Hommi er ekki niðrandi orð, "helvítis hommi" er sagt í niðurlægingarskyni. Negri og svertingi eru ekki niðrandi orð, en þegar ég heyri ungling lýsa því yfir að hann ætli að fá negra til að þrífa herbergið sitt, sem hann nennir ekki að þrífa sjálfur, fær hann reiðilesturinn alveg óþveginn.
Orð eins og hommi, lesbía, feitur, fatlaður, bæklaður, þroskaheftur, vangefinn, mongólíti, svertingi, kani, bókaormur, prófessor, múslimi og kommi, er hægt að nota bæði með virðingu og vanvirðingu fyrir þeim sem um er rætt.
Þegar ég var barn, las ég, söng og skoðaði myndir um 10 litla negrastráka. Samt leit ég aldrei niður á svertingja. Líklega af því að mér var kennt að bera virðingu fyrir svertingjum eins og öðru fólki og sérstaklega að bera virðingu fyrir mannréttindabaráttu þeirra og taka afstöðu gegn þeim sem vildu mismuna fólki vegna kynþáttar eða af öðrum ástæðum. Ég vona að bókin um 10 litla negarstráka verði lesin, sungin og skoðuð í hverjum leikskóla og á hverju heimili og börnunum innrætt, já innrætt, að hjörtunum svipar saman í Súdan og Grímsnesinu.
"Sjáðu manneskjuna en ekki stimpilinn", hef ég heyrt frá þeim sem vilja ekki láta tala um fatlað fólk heldur fólk með fötlun, ekki þroskaheft fólk heldur fólk með þroskaskerðingu. Eða kannski einhver enn nýrri orð á flótta undan hugsanlegum stimplum. Hvað svo, ekki blindur heldur maður með blindu? Sjálfsbjörg, landssamtök fólks með fatlanir? African American af fimmtu kynslóð fæddri í Bandaríkjum Norður Ameríku! Hversu lengi þarf að búa í Vestmannaeyjum til að vera ekki AKP?
Bönnum ekki orðin sem lýsa sérkennum fólks, berum heldur virðingu fyrir sérkennum hvers og eins. Krefjumst ekki þess að allir séu eins, fögnum fjölbreytileika fólks.
Viðurkennum sérkenni fólks og virðum þau, bæði manneskjuna og sérkennið.
Bannorð eru hluti af fordómum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.