17.11.2007 | 14:09
Af mannavöldum í mannanna valdi
Af hverju eigum við að bregðst við loftslagsbreytingum?
Það er óumdeild staðreynd að nokkrar breytingar hafa orðið á loftslagi jarðar undanfarið og að enn frekari breytingar eru framundan. Það er hins vegar bæði umdeilt hvað valdi þessum breytingum og svo hverjar þær muni verða í framtíðinni.
Þeir sem telja áhrif mannanna lítil til þessa, telja eðlilega að áhrif mannanna verði lítil héðan í frá heldur. Það hentar þeim vel að trúa þessu sem vilja ekki grípa til harkalegra ráðstafana til að draga úr því bruðli sem þeir telja til lífsgæða sinna.
Mismunandi kenningar eru uppi um það hverjar afleiðingar breytinganna verði, svo sem um hve margar gráður hlýnunin verði á hve löngum tíma og hvaða áhrif það hafi á hafstrauma og fleira. Það er mjög gott að nýjar kenningar eru að koma fram. Sá er nefnilega munurinn á trú og vísindum að trúmenn vilja eina óskeikula lausn, en vísindamenn vilja þróa þekkingu sína áfram.
Því skulum við fylgjast með opnu hugarfari með þeim upplýsingum sem fram eru að koma um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga á jörðinni.
Sumar af þessum breytingum eru af manna völdum og aðrar af náttúrulegum orsökum. Sumt er á manna valdi að hafa áhrif á til framtíðar, en annað ekki. Hverjar sem orsakirnar eru og hversu mikil áhrif sem við getum haft á framvindu þróunarinnar, þá er það óneitanlega í okkar valdi hvernig við undirbúum okkur undir að taka við afleiðingunum.
Þess vegna er okkur öllum nauðsynlegt að hlusta á vísindamenn og hvetja þá til enn frekari rannsókna á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga. Ef við þekkjum ekki orsakirnar, getum við ekki gripið inn í þá hluta þeirra sem eru í okkar valdi og ef við þekkjum ekki afleiðingarnar, getum við hvorki metið mikilvægi þess að bregðast við þeim, né við hverju eigi að bregðast.
Á meðan við gerum upp hug okkar, skulum við hefjast handa við náttúruvernd í verki og draga úr mengun af eigin völdum. Það skaðar allavega ekki.
Hlýnun jarðar er staðreynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sé að þú ert enginn villitrúarmaður.
Geir Ágústsson, 17.11.2007 kl. 14:52
Persónulega þykir mér það gríðarlega egóískt að eigna okkur það afrek að geta haft meiri áhrif á jörðinna heldur en sólinn sem er hundrað sinnum stærri en jörðinn á þvermál. Við erum svolítið að setja okkur stall eigna okkur þessar breytingar. við höfum ekki meiri bein áhrif heldur en maurinn hefur á skógin sem hann býr í. Það er rétt hægt að greina áhrif allrar mauraþúfunar í heild sinni.
Fannar frá Rifi, 17.11.2007 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.