20.11.2007 | 10:21
Svo verða það kýrnar
Af hverju er það svona stórt mál að slátra 55 geitum?
Jú, af því að þær eru 13% alls stofnsins! Hvenær kemur að því að við fáum svona frétt um slátrun kúa af íslenska kyninu? Nokkrum árum eftir að við leyfum innflutning á erlendu kúakyni!
Farið hefur fé betra en gagnslausar geitur! Eða hvað?
Ísland er aðili að skuldbindingum um verndun og fjölbreytileika lífríkis, þar með því að viðhalda fjölbreytileika innan einstakra dýrategunda, bæði villtra dýra og húsdýra. Hvað erum við svo að leggja af mörkum til þessa?
Við eigum einstakt kyn húsdýra á Íslandi, dýra sem búa yfir eiginleikum sem búið er að rækta út úr mörgum öðrum stofnum, af því þar var verið að einblína á nokkra eiginleika og yfirsást um leið hvaða eiginleikar aðrir töpuðust. Þetta á við um hestana okkar, kýrnar, kindurnar, geiturnar og hænurnar, en við erum búin að glata svínastofninum. Það er lengra mál en svo að ég fari út í það hér og nú hvaða mikilvægu eiginleikum húsdýrastofnar okkar búi yfir, en hvet til að það verði skoðað af alvöru. Þetta snýst ekki um það að vilja ekki fara út úr moldarkofanum. Þetta snýst um það að hætt að vanmeta það sem maður hefur og halda að dót nágrannans sé alltaf betra.
Ætla að gefa mér tíma til að skrifa meira um þetta síðar. Athugasemdir vel þegnar.
Geitahjörð slátrað í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.