Blaðamenn óskast til ræstinga

Af hverju fáum við yfirlýsingasafn í stað heimildasafns?

Ef þessi frétt er ekki dæmi um kranablaðamennsku, þá hvað?
Fréttir, án allra fréttaskýringa, stuttar endursagnir þar sem fullyrðingum er slegið fram í fyrirsögn, burtséð frá því hvort nokkur glóra sé í að fullyrðingarnar eigi við rök að styðjast.

Dæmi af mbl.is:
Ekki líklegt að Íranar vilji koma sér upp kjarnorkuvopnum
Ísraelar vantrúaðir á að Íranar séu hættir þróun kjarnavopna
Demókratar gagnrýna Bush
Kínverjar segja Íransskýrslu vekja spurningar
"Mikill sigur fyrir Írana"
Bush hvetur Írana til að gera hreint fyrir sínum dyrum

Dæmi af visir.is:
Íranir hættu við kjarnorkuvopnaáætlun sína 2003
Íranar fagna nýrri kjarnorkuvopnaskýrslu Bandaríkjamanna
Íran er, var og verður hættulegt
Engin áform í Íran um kjarnorkuvopn

Er það hlutverk fréttamanna að skrúfa frá krönum af og til og hella yfir okkur yfirlýsingum hinna og þessarra? Er það nógu gott bara ef þess hlutleysis er gætt að skrúfa frá öllum þeim krönum sem lekur úr?

Er það ekki hlutverk fréttamanna að draga saman þær upplýsingar sem fyrir liggja og upplýsa lesendur um meginatriði, benda á mótsagnir, rökleysur og rangfærslur?

Á vefmiðli er líka oftast mjög einfalt að vísa á frekari heimildir. Það er gerð krafa til þess í heimildaritgerðum að þar sé vísað til heimilda. Veffréttamenn geta einfaldlega gert það með tengingu við hlekk á frumheimildir og ítarefni.


mbl.is Bush hvetur Írana til að gera hreint fyrir sínum dyrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband