6.12.2007 | 10:34
Og sjá, við veitum þér frægð!
Af hverju birta fjölmiðlar nafn og mynd af unglingi sem gerist fjöldamorðingi?
Einu sinni var tekist á um nafn- og myndbirtingar af tillitssemi við brotamanninn og fjölskyldu hans. Sú tillitssemi náði ekki yfir útlendinga.
Nýverið hef ég heyrt bent á, af þeim sem rannsakað hafa svona glæpi, að frægð sé það sem þessir ungu skotárása fjöldamorðingjar séu að sækjast eftir. Frægð er því það sem á að svipta þá.
Lagt var til að fjölmiðlar ákvæðu, hver fyrir sig auðvitað, að hætta að birta nöfn og myndir af ódæðismönnunum.
Það þýðir ekki að ekki skuli fjallað um atburðinn sjálfan, aðeins að svipta ódæðismanninn þessarri fáránlegu frægð sem hann sóttist eftir.
Hvaða fjölmiðill vill byrja?
19 ára byssumaður vildi öðlast frægð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En ef það er fjallað um skotárás vill fólk þá ekki fá að vita hver það var sem gerði það? Skil samt vel að óþarfi sé að birta myndir af þeim, en það lekur alltaf út hvernig sem á því nú stendur.
Fjölmiðlar fá líka sínar mestu upplýsingar frá lögreglunni sjálfri, væri þá ekki nær að lögreglan ætti að sitja á þessum upplýsingum þar til allt gengur yfir?
bosikallinn (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.