Nafnlausi pöddubjórinn

Af hverju er tegundin ekki tilgreind?

Af hverju í ósköpunum er ekki tilgreint undir hvaða vörumerki viðkomandi jólabjór var?

Þótt fréttin sé úr 24 stundum, þá er hún frétt mbl.is, þegar hún er birt á mbl.is og ber mbl.is því alla ábyrgð á henni eins og hún er birt þar.

Ég hef ekki einu sinni gáð að því hvort nafn framleiðandans kemur fram á 24 stundum, af því að það kemur gagnrýni minni á fréttina ekki við. Ég er að gagnrýna fréttaflutninginn.

Annað hvort er þetta frétt eða skemmtiefni. Ef það er frétt, á að koma fram frá hvaða framleiðanda þetta er.

Kannski telur fréttamiðillinn sig ekki geta sannað fréttina ef framleiðandinn fer í mál út af atvinnurógi og sleppir nafnbirtingunni þess vegna. Þá er hann um leið að beita atvinnurógi gegn öllum sem selja vöru hér á landi sem "jólabjór". Þess vegna þarf fjölmiðill að velja hvort hann birtir frétt eða ekki.

Kannski er þetta bara kranablaðamennska vefs, sem birtir ófullnægjandi úrdrátt úr annarri frétt. En það er ekki gild afsökun.

Ég á svo sem ekki von á svari við spurningunni sem ég bar upp fremst, en ber upp aðra og lýsi eftir svari:

Undir hvaða vörumerki var þessi bjór seldur?


mbl.is Fann skordýr í jólabjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kom fram í 24 stundum að þetta var Tuborg jólabjór, enn ein ástæðan til að velja íslenskt

Jóna (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 09:56

2 identicon

Tuborg jólabjórinn er bruggaður af Egils þannig að tæknilega séð er það íslenskt.

Guðmundur Karl (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 10:05

3 identicon

Áranns, og mér sem fynnst tuborgin alveg með eindæmum bragðgóður.

Ojæja, þá er það bara Egils Maltbjórinn...

Hörður Már (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 10:05

4 identicon

Svona til leiðréttingar þá er Tuborg Jólabjór ekki bruggaður af Ölgerðinni, heldur er hann fluttur inn í tönkum frá Danmörku og tappað á hann hérna heima. Þessar pöddur lifa ekki á Íslandi þannig að þær hefðu ekki getað komist í bjórinn hérna heima, veljum íslenskt !!!

Haukur (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 10:44

5 Smámynd: Helgi Jónsson

Ef menn lesa fréttina alla á mbl.is sjá menn að um er að ræða Tuborg jólabjór sem bruggaður er erlendis og fluttur á tönkuum til Íslands þar sem honum er tappað á flöskur sem n.b. eru líka fluttar inn erlendis frá.

Helgi Jónsson, 8.12.2007 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband