Gufuhálka oft þarna

Hálka efst í Hveradalabrekkunni er vel þekkt af þeim sem fara oft um þann veg. Þetta er nánar tiltekið þar sem margir kalla Skíðaskálabrekkuna við Hellisheiði.

Svona hálka af völdum gufu er líka oft á ákveðnum stað í Kömbunum.

Þetta fyrirbæri er mun eldra en virkjanirnar á Hellisheiði, en mjög trúlegt er að það hafi aukist með auknu gufuútstreymi af völdum virkjanaframkvæmdanna og gæti á fleiri stöðum á þessari leið.


mbl.is Hálka af gufu við Hveradali?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta minnir mig á að fyrir allmörgum árum kringum( 1985) voru borholurnar á Nesjavöllum látnar blása út í langan tíma áður en þær voru virkjaðar. Þetta var um haust, mikið frost og  hávaði, ísing og gufa  umhverfis borholuholuhúsin. Eitt húsið var alveg við veg þar sem verktakar fóru oft um. Í þessum gufumekki rákust svo saman stór Caterpillar gaffallyftari og Scania vöruflutningabíll. Gafflarnir á lyftarunum stungust inn í flutningabílinn og stöðvuðust inn í vélinni. Sem betur fer urðu ekki slys á mönnum.

JS (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 09:38

2 identicon

Er ekki bara gufa í höfðinu á einhverjum ?

Þegar hitastig er nærri frostmarkinu getur smávægileg hitasveifla, hæðarbreyting, skuggi, eða vindátt valdið staðbundinni hálku. Gufa sem þéttist og fellur til jarðar er bara einn náttúrulegi þátturinn í viðbót sem getur myndað hálku. Öll ský og öll úrkoma var líka einhvern tíma gufa. Hver er fréttin ?

Árni Árnason (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband