7.12.2007 | 12:18
Bús fyrir börn
Húsasmiðjan/Blómaval biðst afsökunar á því að börn hafi komist í áfengi sem kynningaraðili var með á Konukvöldi hjá þeim um daginn.
Fann blogg um þetta mál á eyjan.is, þar sem Hörður Svavarsson segir frá þessu.
Ég sendi Húsasmiðjunni fyrirspurn af heimasíðu þeirra og fékk þetta svar:
Sæl Soffía
Ég vil byrja á að biðjast innilegrar afsökunar fyrir hönd Húsasmiðjunnar/Blómavals á þessu alvarlega atviki. Ég hafði ekki heyrt af þessu fyrr en nú en hef upplýst fólk hér innanhúss um málið
Ég dreg ekki í efa að þetta hafi gerst og í raun lítið sem ég get sagt sem afsakar þetta. Mig langar hinsvegar aðeins að útskýra málið.
Til upplýsinga þá var s.l. miðvikudagskvöld haldið svokallað Konukvöld Blómavals í Skútuvogi. Þar voru kynntar ýmsar vörur s.s. snyrtivörur, skreytingar, föt ofl. Á meðal þeirra vara sem kynntar voru var nýr sykurminni Breezer.
Það veldur okkur miklum vonbrigðum að svona hafi farið og munum við endurskoða kynningar sem þessar í framtíðinni. Vínið er ekki í boði Blómavals heldur var heildsöluaðili að kynna sína vöru og fékk kynningarfyrirtæki í lið með sér. Ég hef nú þegar rætt við heildsöluaðila Breezer á Íslandi og fengið staðfest, einsog ég fékk áður, að fyrirmæli frá þeim til kynningaraðila séu alveg skýr þ.e. að engin undir lögaldri megi fá smakk af áfengum vörum sem kynntar eru frá þeim. Hér hafi augljóslega átt sér stað mjög alvarleg mistök sem alls ekki eiga að geta gerst. Við treystum þessum aðilum fullkomlega til að gera þetta vel enda hafa þeir staðið sig mjög fagmannlega í öllu sem ég hef séð til - en einsog við sjáum í þessu tilfelli geta mistök átt sér stað. Það verður því miður ekki aftur tekið.
Við sem komum að rekstri Blómavals erum hreinlega miður okkar yfir þessu atviki og einsog ég hef sagt munum við endurskoða Konukvöldin okkar með hliðsjón að þessuog læra af reynslunni. Við gerum okkur vel grein fyrir því hve alvarlegt málið er og munum gera okkar besta til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og munum ekki leyfa kynningar á áfengum vörum aftur á uppákomum sem þessum þar sem börn eða fólk undir lögaldri hefur aðgang.
Virðingarfyllst,
Magnús Magnússon, Markaðsstjóri Húsasmiðjunnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:20 | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.