Mannréttindi ofar þjóðréttindum

Af hverju studdi Ísland sjálfstæði Króatíu?

Það er gott að íslensk stjórnvöld hafa áttað sig á því að íslensk þjóðernisstefna er ekki útflutningsvara.

Íslendingar búa allir á einni eyju, innan einna landamæra, tala eitt tungumál og hafa sameiginlega menningu. Við erum bara rétt að kynnast fjölmenningu innan okkar landamæra og höfum að mörgu leyti hagað okkur eins og algjörir vitleysingjar í afstöðu til fjölmenningar í öðrum löndum.

Þannig brugðust íslensk stjórnvöld alveg kolvitlaust við þegar Júgóslavía var að leysast upp. "Við erum smáríki, nýbúin að fá okkar sjálfstæði, skiljum vilja smáþjóða til sjálfstæðis og styðjum það!"

En hvar var skilningurinn á sögu Balkanskagans? Hvar var skilningurinn á hatursfullum deilum milli þjóðaernishópa og trúarhópa á því svæði? Það er hættulegt fyrirbæri þegar menn sem ekki hafa lesið mannkynssögu fortíðar ætla að fara að skrifa mannkynssögu framtíðar.

Á Balkanskaga mætast vestræn og austræn menning í Evrópu. Þar mæstast allar þrjár megin greinar Kristinnar trúar, Rómversk kaþólsk, Grísk kaþólsk og að nokkru líka Lúthersk evangelísk. Og þar mætast Kristni og íslömsk trú.

Í Sarajevo var fyrsta skoti fyrri heimsstyrjaldarinnar hleypt af. Í síðari heimsstyrjöldinni var allan tímann barist af mikilli heift í Júgóslavíu, stórir þýskir herflokkar voru bundnir þar öll stríðsárin. Verst var þó hin ofboðslega grimmd, miskunnarlaus morð og fjöldamorð, þar sem m.a. tókust á fasistahreyfing Króata og andspyrnuhreyfing Serba. (Auðvitað skiptist fólk ekki alfarið á þessar hreyfingar eftir þjóðerni, en samt að miklu leyti).

Að halda að hægt væri að lima Júgóslavneska ríkið í sundur á grundvelli þjóðernishyggju, án þess að vekja alla hatursfullu draugana upp úr gröfunum,með nýjum blóðsúthellingum, var yfirnáttúruleg heimska.

Fagna því að hafa loks fengið utanríkisráðherra sem vill ekki kynda undir viðsjám!


mbl.is Ættum ekki að kynda undir viðsjám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Soffia...þú sýnir ekki mikla kunnáttu á sögu Balkan með því að líkja saman Króatíu og Kosovo?  Kosovo hefur alltaf tilheyrt Serbíu og eru Albanir þar aðfluttir!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.12.2007 kl. 10:55

2 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Balkanskaginn er meira en gamla Júgóaslavía. Króatía og Kosovo eru aðeins hlutar þess vanda sem þar er við að glíma og sitt með hvorum hætti. Þetta var nú ekki heil fræðigrein hjá mér, aðeins tilraun til að vekja athygli á hve hættulegt er að ráðskast með málefni fólksins þarna af vanþekkingu.

Þakka þér fyrir athugasemdina. 

Soffía Sigurðardóttir, 10.12.2007 kl. 13:09

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Já rétt athugað Soffía og ég þekki aðeins sögu gömlu "júgópúkó...eins og maður segir.  En Króatía og Serbía eru gamlar þjóðir í sitthvoru landinu og börðust áldrei heldur voru bræður þar til fyrri heimsstyrjöld batt enda á það. Allavega skil ég Serba voða vel að sleppa ekki kosovo og bretar og amerikuforseti eru nú að gera stór mistök, ef þeir taka undir það. Russar eru mikið sterkari nuna en þeir voru fyrir 10 árum og munu ekki hika við að hjálpa serbum í striðinu um kosovo...enda tilheyrir kosovo serbiu.  Svo má aftur deila um aðfarir Milosevic gegn þeim og þann óskapnað, en það gefur þeim ekki landið?...eða hvað?

Um Sloveniu og kroatiu gengdi allt öðru máli...þetta eru gamlar þjóðir, eins og eistlendingar, lithaar og lettlendingar í sínu eigin landi.

Þetta er flókið, en ég tek undir með Ingibjörgu að blanda ser ekki í þetta, nema ef væri til að styðja russa og serba...því nú hafa þeir (aldrei þessu vant) rétt fyrir sér!

kveðja

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.12.2007 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband