Kókakóladreifarinn

Fann blogg á eyjan.is með þessarri frábæru mynd!

Minnir mig á Útvarp Rót, þegar Jens Guð skammaði Kókakólakompaní fyrir að ritskoða alla pólitík út úr útsendingu sinni á "Hjálpum þeim" tónleikum sem sendir voru út bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Styrktaraðil þar westra var nefnilega fyrrgreint kompaní. Í þá daga glumdi slagorðið Coca Cola is it! og Jens sagði að nær væri að segja Kókakóla is shit!

Vífilfell brást hart við og heimtaði útskrift af ummælunum. Jens færðist allur í aukana og í næsta þætti fékk hann hlustendur til að hringja inn og segja hvort þeim heyrðist slagorðið enda á it eða shit.

Yngri strákurinn minn var ofvirkur gutti á þeim árum og söng í strætó "Kókakóla is shjitt, kókakóla is shjitt". Einhver farþegi brosti til litla ólátabelgsins, sem tók auðvitað eftir athyglinni og bætti við með stríðnisglotti, "kókakóla er kúkur"!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Hehehe!  Gaman að rifja þetta upp.   

Jens Guð, 14.12.2007 kl. 04:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband