Bætir fjarskipti á hálendinu líka

Af hverju eru allar nýjungar svona tortryggilegar?

Nú er NMT kerfið á síðasta snúningi og verður bráðum aflagt. Allir varahlutir að verða upp urnir.
Önnur langdræg símakerfi eru ekki í augsýn á þessum litla markaði sem Ísland er.

Tetra kerfið þjónar núna aðeins viðbragðsaðilum, lögreglu, sjúkraflutningum, slökkviliði og björgunarsveitum. En kerfið býður hæglega upp á þann möguleika að bæta við sig almennum notendum, án þess að það trufli þá starfsemi sem fyrir er.

Þótt kerfið sé í grunninn talstöðvakerfi, er það einnig símkerfi og getur tengst almenna símkerfinu. Það getur líka tengst VHF kerfi björgunarsveitanna.

Tetra er lokað kerfi og þannig mun heppilegra til innanbúðar samskipta en opnar VHF rásir.

Það er ekki búið að koma kerfinu upp allsstaðar þar sem það er áætlað og það er vitað að það mun ekki ná að þekja vel í fjöllóttu landslagi. Samt er það þegar farð að gera gagn á hálendinu. Tetra er þegar orðin góð viðbót við VHF og á eftir að verða enn betri valkostur.

VHF kerfið deyr út þegar ný tækni leysir það af hólmi, fyrr ekki, og ekki strax.

Gervihnattasamband er ennþá of dýrt í notkun. 

Þið verðið því, strákar mínir, að læra á nýja dótið!


mbl.is Segja TETRA góða viðbót við VHF-kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara benda þér á að uppsetning á kerfinu sem tekur við af NMT kerfinu, það heitir CMDA 450 og er sambærilegt nema inní það er kominn mun meiri gagnaflutningur.

Pete (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband