27.12.2007 | 21:55
Blessað lambakjötið
Af hverju heldur fólk að aflífun lamba sé ómannúðlegri ef lesið er upp úr framandi trúarritum í leiðinni?
Hvernig heldur þetta sama fólk að lömbum sé almennt slátrað í íslenskum sláturhúsum?
Jú, hefðbundna aðferðin er svona:
Lömbin eru flutt á flutningabílum í sláturhúsið daginn fyrir slátrun. Þau standa í sláturhúsréttinni yfir heila nótt. Daginn eftir eru þau rekin upp rennu, fremst í rennunni er skothólfið og hlera rennt fyrir aftan við lambið sem skotið er, framan við nefið á því næsta. Svo er skotið í hausinn á lambinu, stigið á pedala og skrokkurinn rúllar niður á færiband. Þar er lambið skorið strax á háls og látið blæða í rennu meðan það berst eftir bandinu. Hausinn er svo skorinn af rétt áður en skrokkurinn er hífður upp á afturlöppunum. Þannig dinglar hann svo það sem eftir er ferðar sinnar um sláturhúsið, þar sem hann er fleginn, innyflin skorin úr, þveginn, veginn, metinn og látinn hanga inni á kæli- og þurrklofti næstu nótt, settur í grisjupoka og inn í frysti eldsnemma næsta morgun.
Að fara með bænir yfir þessarri athöfn, gerir hana hvorki meira né minna miskunnsama en vant er og að skjóta með rafbyssu í stað hefðbundnu sláturhúsbyssunnar gerir þetta heldur hvorki meira né minna miskunnsamt.
Svo yfir hverju er fólk að býsnast, nema yfir eigin fáfræði?
Hvernig heldur fólk að lömbum hafi verið slátrað á íslenskum bóndabæjum í gegnum tíðina? Og hvernig heldur fólk að lömbum og öðrum dýrum sé slátrað út um allan heim?
Hvað með að hneykslast næst smávegis yfir trúarsiðum þeirra sem skjóta villibráð á fjöllum?
Hvernig heldur þetta sama fólk að lömbum sé almennt slátrað í íslenskum sláturhúsum?
Jú, hefðbundna aðferðin er svona:
Lömbin eru flutt á flutningabílum í sláturhúsið daginn fyrir slátrun. Þau standa í sláturhúsréttinni yfir heila nótt. Daginn eftir eru þau rekin upp rennu, fremst í rennunni er skothólfið og hlera rennt fyrir aftan við lambið sem skotið er, framan við nefið á því næsta. Svo er skotið í hausinn á lambinu, stigið á pedala og skrokkurinn rúllar niður á færiband. Þar er lambið skorið strax á háls og látið blæða í rennu meðan það berst eftir bandinu. Hausinn er svo skorinn af rétt áður en skrokkurinn er hífður upp á afturlöppunum. Þannig dinglar hann svo það sem eftir er ferðar sinnar um sláturhúsið, þar sem hann er fleginn, innyflin skorin úr, þveginn, veginn, metinn og látinn hanga inni á kæli- og þurrklofti næstu nótt, settur í grisjupoka og inn í frysti eldsnemma næsta morgun.
Að fara með bænir yfir þessarri athöfn, gerir hana hvorki meira né minna miskunnsama en vant er og að skjóta með rafbyssu í stað hefðbundnu sláturhúsbyssunnar gerir þetta heldur hvorki meira né minna miskunnsamt.
Svo yfir hverju er fólk að býsnast, nema yfir eigin fáfræði?
Hvernig heldur fólk að lömbum hafi verið slátrað á íslenskum bóndabæjum í gegnum tíðina? Og hvernig heldur fólk að lömbum og öðrum dýrum sé slátrað út um allan heim?
Hvað með að hneykslast næst smávegis yfir trúarsiðum þeirra sem skjóta villibráð á fjöllum?
Öll slátrun samkvæmt lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.