Búðarkassinn þungi

Af hverju mega börn ekki afgreiða á búðarkassa?
Þau mega keyra kerrur og raða vörum upp í hillur. Afgreiðslustarfið á kassanum er væntanlega talið meira ábyrgðarstarf og betur borgað. Auðvitað þarf að borga hærri taxta ef fólk er látið vinna störf sem á að launa hærra en þau störf sem það var upprunalega ráðið til. En af hverju mega börn ekki alveg eins afgreiða á búðarkassanum eins og að sinna öðrum verslunarstörfum? Er það meiri þrælavinna að sitja við afgreiðslukassa en að bera kassa með vörum? Er ábyrgðin á afgreiðslukassanum talin svona þung?
Börn eru almennt dugleg, samviskusöm og ábyrg. Þau eiga rétt á því, eins og annað starfsfólk, að fá verkefni við hæfi, umbun í formi ábyrgðarmeiri og betur launaðra starfa og möguleika á að vinna sig upp. Þau eiga ekki að þurfa að rekast á eitthvert þak sem hamlar þ\u0010essum möguleika. Þá upplifa þau, rétt eins og annar starfsmaður í svipaðri aðstöðu, að vera ekki metin að verðleikum, sem leiðir að sjálfsögðu til að þau fara að bera minni virðingu fyrir starfi sínu. Slík starfsþjálfun er vond.
Auðvitað þurfa að vera lög um vinnu barna og ungmenna, vinnutíma, vinnumagn, líkamlegt erfiði, andlegt álag og hættulegar aðstæður. En ég set spurningamerki við ýmislegt í þeim lögum. Að þessu sinni er spurt: Af hverju mega börn ekki afgreiða á búðarkassa?
mbl.is Ítrekað brotið á börnum á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Börn og unglingar eru orðin heilagari en allt sem heilagt er. Það má ekkert við þau segja og ekkert má láta þau gera. Unglingar hafa gott af því að læra að vinna fyrir aurnum. Þau hafa gott af því að læra hvað liggur að baki fé í hendi. Þar að auki get ég ekki séð að sitja á stól og ýta með fætinum á takkann á færibandinu sé mikil erfiðisvinna. Annað  var það nú hér á árum áður þegar börn unnu í fiski allan sólahringinn þegar að bátum landaði að við frumstæðar og kaldar aðstæður.  Auðvitað má ekki gera börn að þrælum en smá vinna hefur aldrei drepið ungan né aldinn, nema síður væri.

Halla Rut , 4.1.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband