4.1.2008 | 17:03
Útlandaverð í gsm
Af hverju hækkar Síminn verðskrá sína af geðþótta?
Hvað getum við símnotendur gert þegar Síminn hækkar gjaldskrá sína? Fært viðskiptin til Vodafone? Hvað gerum við þegar Vodafone hækkar svo gjaldskrá sína? Fært okkur til Símans?
Ég fæ sundurliðaðan símreikning, með skráningu á hverju einasta símtali. Það kostar eins mikið að hringja úr heimasímanum mínum í gemsa hjá Vodafone/Sko eins og að hringja úr heimasímanum mínum til Þýskalands!
Munurinn er hins vegar sá að ég get ekki hringt til útlanda án þess að vita það, en ég get hringt í farsímanúmer sem ég veit ekki að skiptir við annað símafyrirtæki en ég og að ég er að borga sem svarar til útlandasímtals fyrir vikið.
Gjaldskrá símafyrirtækjanna er frumskógur og hún er mjög óaðgengileg á heimasíðum þeirra beggja.
Það er ódýrast að hringja innan fastanetsins innan sama símafyrirtækis innanlands, næst dýrast að hringja innan fastanetsins milli símafyrirtækja innanlands. Þar fyrir ofan koma hringingar innan farsímakerfisins milli farsíma hjá sama símafyrirtækis, svo innan farsímakerfisins milli símafyrirtækja. Þar dýrara er að hringja milli fastlínukerfisins og farsímakerfisins innan sama þjónustufyrirtækis og enn dýrara að hringja milli farsímakerfis og fastlínukerfis milli símafyrirtækja. Þar til viðbótar kostar svo ekki það sama að hringja í eða úr gsm með fyrirframgreiddu "frelsi"korti og með eftirágreiddum reikningi.
Til að kóróna vitleysuna er ekki nokkur leið að þekkja það á símanúmerum við hvaða símafyrirtæki þau séu tengd, hvorki fastlínunúmerin né farsímanúmerin.
Þegar ég fékk nýtt símanúmer tengt inn á nýjum stað, kom maður frá Mílu til að tengja línuna inn í húsið sem er fjölbýlishús. Svo átti að koma annar maður frá símaþjónustufyrirtækinu sem ég skipti við, Símanum í mínu tilviki, til að tengja smá vírspotta frá inntakstenglinum í tengilinn sem liggur upp í íbúðina. Þetta er í einum og sama tengiskápnum og tekur 19 sekúndur fyrir fyrri símvirkjann, en akstur og útkall fyrir seinni símvirkjann!
Vodafone er að auglýsa á baksíðu Fréttablaðsins í gær: "Evrópa fellur! Vodafone stórlækkar verðið í Evrópu". Þeir voru reyndar neyddir til þess, eins og hin símafyrirtækin, að lækka verð á reikisamnigum, eftir kröfu Evrópusambandsins. Bara svo það sé ljóst hver felldi hvern!
Ég borga fyrir fastlínutengingu með símanúmeri, adsl, sjónvarpsaðgang um adsl, internetþjónustu með tilteknum hraða og gagnamagni, farsíma og fjölskylduáskrift, alls um 40 - 50 þúsund krónur á mánuði.
Þegar Símanum þóknast að hækka verðskrá sína, segi ég "Ó votta fukk" og smelli á "greiða" í heimabankanum!
Hvað gerir þú?
Æ, er það þess vegna sem Síminn hækkar verðskrá sína af geðótta?!
Verðskrá Símans hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:10 | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem ég geri er að fá mér þetta : http://versions.voipstunt.com/
En þarna kostar 0,04sent óháð lengd símtalsins ef þig langar að læka reikninginn þinn þá endilega kynntu þér þetta.
Halldór (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 17:29
Mikið svakalega er gaman að lesa svona góða bloggfærslu. Hér koma fram góðar upplýsingar sem bæta við upprunalegu fréttina þá staðreynd að verðskrá símafyrirtækjanna og það sem við látum bjóða okkur er algerlega glórulaust.
Hef heyrt óbeint að það sé ekki dýrara fyrir símafyrirtækin þegar fólk notar GSM eða farsímakerfið heldur en ef hringt er um fastanetið. Verðið sé bara hærra vegna þess að það var það fyrst og meðan fólk borgar, þá er fínt að halda verðinu óbreyttu, eða jafnvel hækka. Sel það ekki dýrara en ég keypti það, en þetta átti að koma frá einhverjum tæknimanni hjá eitt af símafyrirtækjunum. Væri gaman að heyra hvort aðrir hafi heyrt svipað eða hafa góðar upplýsingar um hvað sé á bakvið þessar tölur allar.
Hitt heyrði ég svo að ákvæði í samkeppnislögum skildaði Símann að misnota ekki stöðu sína og vera ódýrastir, og það væri því Vodafone sem réði lágmarksverðinu. Aftur, mjög svo ódýrar upplýsingar, hef ekki kynnt mér þetta, en ef umræða fer af stað um þetta, væri gaman að heyra um þetta líka.
Hákon Halldórsson (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.