24.1.2008 | 10:54
Svona verður frambjóðandi til
Af hverju má kosningasjóður ekki kaupa föt á frambjóðendur?
Mega kosningasjóðir borga litgreiningu og ráðleggingu um fataval? Mega þeir borga hárgreiðslu, förðun, ljósmyndun, stílista, námskeið í framsögn og framkomu, hönnun, prentun og dreifingu á persónulegu bréfi frambjóðandans til akkúrat þín, sjónvarpsauglýsingu þar sem frambjóðandinn er kynntur, blaðaauglýsingar, plaköt með myndum af frambjóðandanum?
Leggja leikararnir til búninga í leiksýningum?
Teinótt jakkaföt í kauphöllina, gallabuxur og peysa á höfnina, þetta er okkar maður hvar sem er!
Fólk kýs þennan flokk og frambjóðendur hans af fúsum og frjálsum vilja. Sama gildir um þá sem borga í kosningasjóðina. Svo fékk stuðningsliðið það sem það bað um: Frambjóðandinn náði kjöri!
Í hita kosningabaráttunnar, þegar rétt vantar herslumuninn upp á að koma okkar manni að, sjást menn oft ekki fyrir í eyðslu og ómarkvissum aðgerðum. Mikið held ég að ýmsum kosningastjórum og frambjóðendum víða um land sé órótt núna.
Undrandi á fjölmiðlaumræðu um fatakaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjög góður punktur! Skjálftinn nær vel upp Richter-skalann hringinn í kringum landið, vænti ég.
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.1.2008 kl. 11:07
ætli skjalftinn se ekki mestur hja framsokn, enda eru dæmin sem Soffia telur upp sennilega thadan ættud, man allavegana eftir thegar frambjodendur framsoknar birtust a prenti, nykomnir ur litgreiningu. Eg man ekki eftir ad hafa sed thetta fra ødrum flokkum, en aumt er thad thegar flokkar hafa svo veika malefnastødu ad their thurfa ad nota litgreiningu og fatatisku til ad na kjøri
Anton Þór Harðarson, 24.1.2008 kl. 11:51
Þú ert að bera saman epli og appelsínur.
Mega leikarar eiga búningana og fara með heim? Ef fötin eru aðeins lánuð/leigð fyrir myndatökur og "leiksýningar" (kosningafundi) eru þau ekki skattskyld, en ef frambjóðandinn eignast þau verða þau skattskyld.
Ef þú tékkar á skattalögunum sérðu eflaust að það sem þú telur upp er ekki skattskylt. Þetta er ekkert flókið.
Einar Jón, 24.1.2008 kl. 14:46
Ég er nú svo gömul sem á gráum hárum má sjá og hef verið eins lengi í pólitík og elstu kerlingar muna. Skjálftinn er ekki í einum flokki.
Ef skattrannsóknarstjóri fengi bókhald allra framboða undanfarinna ára í sínar hendur, ætti ríkissaksóknari nýtt tilefni til húsleitar hjá skattmann. Þar finnst fleira en epli og appelsínur.
Soffía Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.