Smyglari handtekinn í ráðhúsinu

Til hvers býður fólk sig fram til að verða fulltrúar á Alþingi eða í sveitarstjórn? Til að sinna almannaþjónustu.

Þetta fólk hefur svo mismunandi skoðanir á því hvernig eigi að veita almannaþjónustu, áherslur, forgangsröð, kostnað og tekjuöflun. Eftir þessu eigum svo við hin, allur almenningur, að velja hvaða skoðanir við aðhyllumst helst og eftir því hverja við kjósum.

Við ætlumst til þess að menn setji ekki stefnuskrá sína fram sem yfirvarp, til þess að geta laumast inn í almannaþjónustuna til að sinna einhverjum öðrum hagsmunum sem þeir sögðu okkur ekki frá, hagsmunum einhverra hópa, fyrirtækja, ætta, vina eða einstaklinga. Slík hagsmunagæsla er trúnaðarbrot og á ekki að vera minna refsiverð en að lauma sér inn í tollgæsluna til að stunda smygl.

Það er skýlaus krafa okkar almennings, kjósenda, að lög séu skýr og tilgangur þeirra ljós, að stjórnsýsla sé opin, í samræmi við lög, meðalhóf og óhlutdrægni og síðast en ekki síst að ljóst sé á hvern hátt þetta er í samræmi við yfirlýsta stefnu um almannahagsmuni.

Þetta er grundvöllur lýðræðisins, að við vitum fyrir hvaða stefnu við kjósum fulltrúa okkar og að við getum dæmt þá í næstu kosningum af því hvernig þeir fylgdu þeirri stefnu eftir.

Við kjósum ekki menn til að fara með völd að eigin geðþótta, við kjósum þá til að framfylgja stefnu sem þeir kynntu okkur. Við kjósum ekki menn til að standa í baktjaldamakki og blekkingum, heldur til að starfa heiðarlega og opinskátt. Við kjósum engan til að verða fulltrúa sjálfs sín eða annara sérhagsmuna, heldur til að verða fulltrúa almennings.

Hvenær verða smyglarar sérhagsmunagæskunnar handteknir í ráðhúsi Reykjavíkur? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband