Lengt í snörunni

Af hverju segir Vilhjálmur Þ. ekki af sér strax?

Er það af því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki komið sér saman um hver eigi að verða næsti leiðtogi flokksins í Reykjavík?

Er það vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn óttast að flosni upp úr samstarfinu við Ólaf F. þegar Vilhjálmur Þ. víkur?

Er það af því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki fundið neina aðra leið til að halda völdum í Reykjavík?

Er það af því að Sjálfstæðisflokkurinn vill hafa Vilhjálm sem forustumann flokksins í Reykjavík?

Ég held að skýringin sé ekki sú að flokkurinn sé að gefa Vilhjálmi Þ. færi á að halda andlitinu, meðan reynt er að finna hrukkulausa lausn á vandanum. Það bara getur ekki verið að flokkurinn taki andlit einstaklings fram yfir andlit flokksins sjálfs.

Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að missa allan trúverðugleika, í augum alls almennings og eigin flokksmanna líka. Honum gefst ekkert færi á að láta tímann líða í kyrrð og spekt, meðan hann hugsar ráð sitt. Hann verður krafinn sagna strax og morgnar og menn mæta aftur til vinnu. Helgarfríið er búið. Sjálfstæðisflokknum verða ekki gefin nein grið.

Ég er þess fullviss að nú um mundir eru Sjálfstæðismenn að stunda svo ákafar þreifingar, að það nálgast að vera dónó. Sumir eru gerðir út til að tala við Samfylkinguna, aðrir til að tala við Vinstri græna, enn aðrir til að tala við Framsóknarflokkinn og loks einhverjir til að reyna að tala við Margréti Sverris og hennar hluta F-listans. En, það skilar þeim engum árangri!

Flokkarnir þrír og sá hluti F-listans sem með þeim mynda Tjarnarkvartettinn, munu standa saman sem einn borgarstjórnarflokkur. Allir saman. Það verður ekki mynduð ný borgarstjórn í Reykjavík nema með Tjarnarkvartettinum í heild. Annað hvort dregur Ólafur sig í hlé og Tjarnarkvartettinn verður einn við stjórn, eða Tjarnarkvartettinn og Sjálfstæðisflokkurinn verða saman í stjórn. Og ef það síðara verður, hver haldið þið að verði þá borgarstjóri? Það stígur enginn út úr Tjarnarkvartettinum til að draga Sjálfstæðisflokkinn upp úr Tjörninni og leiða hann hundblautan upp ráðhúströppurnar.

Það er sama hvað Sjálfstæðismenn þreifa og þreifa, þeir enda á einhentum þreifingum.

Síðustu fregnir herma að Vilhjálmur muni ekki segja af sér á næstu dögum. Lengdi flokkurinn í snörunni hans eftir að hann fékk opinbert hryggbrot frá Degi og Svandísi í Silfri Egils? 


mbl.is Pólitísk staða Vilhjálms rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband