11.2.2008 | 15:01
Ingu Jónu aðferðin
Hanna Birna Kristjánsdóttir á að leyfa keppinautum sínum um forustu fyrir Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að falla í sömu gildru og Inga Jóna Þórðardóttir leiddi Björn Bjarnason í á sínum tíma. Láta einhvern þeirra taka völdin í vonlausri stöðu og renna á rassgatið. Svo kemur hún og tekur við stjórnartaumunum þegar flokksgreyið bröltir á fætur á ný og leiðir hann fram til næstu sóknar.
Björn Bjarnason hefur ekki einu sinni náð því að verða næstbesti vinur aðal síðan hann féll á því að ná borgarstjórastólnum af Reykjavíurlistanum forðum daga.
Fréttamannafundur Vilhjálms Þ. sýnir að hann situr einn. Myndin af baklandinu er úr gamalli frétt. Hönnu Birnu er alveg óhætt að hleypa einhverjum af bráðlátu stráknum að, til að leysa Villa úr snörunni. Þeim verður ekkert ágengt. Dagur B. Eggertsson verður næsti borgarstjóri í Reykjavík.
Vilhjálmur: Hamrað á því sem mér kemur verst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki Svandís Svavarsdóttir ennþá flottari?
Benjamín Baldursson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.