14.3.2008 | 14:37
Ef þú ert tryggður ...
... þá færðu það bætt! Eða hvað?
Í dómsgögnum kemur fram að: "Með bréfi 6. júlí 2007 hafnaði réttargæslustefndi Tryggingamiðstöðin hf. því að stefnandi ætti rétt til bóta úr fjölskyldutryggingu stefndu A [móðurinnar], þar sem ósannað væri að B [barnið] hefði með saknæmri háttsemi valdið tjóni stefnanda, heldur væri um að ræða óhappatilvik."
Í dómnum segir dómarinn: "Ekkert liggur fyrir um það í málinu að B hafi ætlað sér að skella hurðinni á stefnanda umrætt sinn heldur er líklegra að hvatvísi hennar hafi þar ráðið för eða reiði vegna þess að henni hafði sinnast við skólabræður sína."
Nú er búið að dæma móðurina, f.h. barns síns, til greiðslu bóta upp á tæpar 10 milljónir og þar til viðbótar eiga eftir að bætast hellings vextir og 1 milljón í málskostnað.
Ætlar TM (Tryggingamiðstöðin) þá að greiða bæturnar eða að vitna í það að þetta hafi verið "óhappaverk" af því stúlkan hafi ekki ætlað sér að skella á kennarann?
Samkvæmt heimasíðu TM er ábyrgðartrygging innifalin í öllum þeirra heimilis- og fjölskyldutryggingum.
Rifjum nú aðeins upp slagorð TM: Ef þú ert tryggður, þá ...?
Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú bloggar allt of sjaldan, Soffía. Færslurnar þínar eru svo góðar - skarpar, beittar og segja manni alltaf svo margt.
Tryggingarfélög virðast alltaf vera söm við sig, hvað sem öllum auglýsingum líður. Þetta er hróplegt misræmi í dómum og mér hrýs hugur við þessum nýja dómi þar sem einstaklingur er líkast til gerður gjaldþrota vegna uppátektarsemi barns. Erum við Íslendingar að elta Bandaríkjamenn í málhöfðunum út af öllu samanber rógsdóminn um daginn? Ekki líst mér á blikuna - þá verður nú aldeilis vandlifað og allir munu vantreysta náunganum. Fussumsvei!
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.3.2008 kl. 14:51
Mér finnst þetta afar harður dómur. Og vona að honum verði snúið i Hæstarétti.
Ætli fólk geri sér almennt grein fyrir hvernig tryggingafélögin starfa? Að orð þeirra eru einskis virði? Og eina hugsunin er að svíkja bótaþegana um sem mestan pening.
Tek sem dæmi að ég er með sjúkdómatryggingu sem mér var seld sem jafngreiðslutrygging. Þ.e. ætti að vera sama greiðslan fyrir utan verðbætur næstu 20 ár eða svo.
Síðan tók KB líf sig til og hækkaði sjálfa jafngreiðsluna um 60% á einu bretti síðasta haust!!! Án þess að nokkrar forsendur hefðu breyst hjá mer.
Ósk
Ósk (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.