15.4.2008 | 15:27
Má bjóða þér nýra?
Eru einhverjir stríðsaðilar sem eiga góðan málstað að verja í fyrrum Júgóslavíu? Hvað með Albanina í Bosníu? T.d. þá sem myrtu fólk til að selja úr því líffærin. Voru þeir ekki örugglega að afla með því fjár fyrir góðan málstað? Alla vega nógu góðan málstað til að hægt væri að viðurkenna nýja stjórn í Kosovo undir þeirra forsæti.
Þessi frétt rataði inn í morgunfréttatíma RÚV um daginn. Eins og svo margar fleiri athyglisverðar erlendar fréttir, hefur hún síðan hvorki heyst né sést meir.
"Albanar skáru líffæri úr ungum serbneskum föngum og seldu þau þegar Kosovo-átökin voru í algleymingi 1999. Þetta staðhæfir Carla Del Ponte, fyrrverandi yfirsaksóknari Sameinuðu þjóðanna í stríðsglæpamálum gömlu Júgóslavíu. Daily Telegraph segir frá þessu í dag.
Del Ponte segir sérfræðinga stríðsglæpadómstólsins hafa fundið hús þar sem talið sé að líffærin hafi verið skorin úr föngunum. Ásakanirnar styðjist við vitnisburð margra manna.
Samkvæmt þeim voru nýru fjarlægð úr föngunum, síðan saumað fyrir sárið og mönnunumhaldið á lífi í fangavist uns einhver viðskiptavinur óskaði eftir öðru líffæri úr þeim. Með seinni aðgerðinni voru þeir myrtir.
Del Ponte segir fangana hafa vitað hvað beið þeirra, margir hafi grátbeðið um að verða líflátnir strax.
Hún staðhæfir að leiðtogar Frelsishers Kosovo hafi ekki aðeins vitað um þetta, heldur þegið hluta af ágóðanum. Einn þessara manna hafi verið Hashim Thaci, núverandi forsætisráðherra Kosovo.
Formælandi Thacis segir þessar ásakanir fráleitar, Del Ponte hafi spunnið þær upp."
Norðmenn framselja meintan stríðsglæpamann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.