Viðhlægjendur verstir

Af hverju komast krakkar upp með það að taka myndir af skólafélögum sínum á klósettinu og dreifa þeim?

Af hverju eru slíkir dónar ekki úthrópaðir og útskúfaðir af samnemendum sínum?

Ég var sjálf í þessum skóla fyrir margt löngu og veit að gömlu klósettin hafa ekkert breyst. Þá var, eins og víða á almenningssalernum, þiljað milli klósetta með vegg og hurð sem náðu ekki alveg niður í gólf og ekki alveg upp í loft. Slíkt auðveldar bæði loftræstingu og þrif.

Það kom fyrir að einhverjir gerði það í stríðni að kíkja undir eða yfir vegginn, uppskáru fyrir það bæði hlátur sumra og skammir annarra. En krakkar tóku ekki myndir af félögum sínum á klósettinu. Þótt við ættum enga gemsa með innbyggðri myndavél, áttum við mörg hver "imbamatik" myndavélar, sem voru litlar og meðfærilegar, en senda þurfti filmur úr þeim til farmköllunar í þar til gerð fyrirtæki.

Hefði einhver birt slíkar myndir, hefði hann jú eflaust fengið einhverja til að hlægja með sér að þeim, en það er ekkert miðað við þá fordæmingu sem hann hefði uppskorið hjá meirihluta nemenda. Honum hefði verið úthúðað herfilega og síðan almennt verið álitinn ógeð og fáir viljað umgangast hann á eftir.

Á þessum árum hefði hann ekki verið kallaður pervert eða perri, af því að við þekktum ekki það orð. Við þekktum heldur ekki orðin sifjaspell eða kynferðisafbrotamenn eða kynferðisleg misnotkun á börnum. Ekki af því að slíkt væri ekki til þá, við vitum nú flest um einhverja gamla skólafélaga okkar sem sættu slíku. Við vissum hings vegar að nauðgun og nauðgarar væru til.

Kennararáð Vallaskóla fór fram á að skilrúmin milli klósettanna yrðu gerð myndavélaheld. Framkvæmda- og veitustjórn Árborgar neitaði reyndar að taka þessar framkvæmdir fram yfir aðrar sem hún taldi brýnni og sagði að svona hegðunarvandamál ættu heima undir Fjölskildumiðstöð en ekki sviði verklegra framkvæmda. Bæjarstjórn tók undir það.

Ég skora á foreldra að ræða við börn sín og leggja að þeim að stöðva svona athæfi. Það stundar enginn svona ruddalega framkomu við skólasystkin sín, nema hann eigi bakland sem hlær með honum. Það er enginn saklaus af þessarri hegðun nema sá sem grípur til aðgerða gegn henni. Fordæmum svona dónaskap.

Enga dóna í mínum skóla!


mbl.is Salernin eru ekki símaheld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband