Til hvers er stjórnmálasamband ríkja?

Það er auðvitað vonlaus leið til samskipta að slíta sambandi. En ef hvorki er talað saman, né hlustað á yfirlýsingar, til hvers eru samskiptin þá?

Það að slíta stjórnmálasambandi milli ríkja er alvarleg aðgerð. Hún er ekki bara táknræn mótmæli, hún er líka yfirlýsing um að ekki verði reynt að ræða málin. Ef íslensk stjórnvöld vilja ekki slíta stjórnmálasambandi við Ísrael vegna hryðjuverka þeirra í Palestínu, þá kref ég þau skýrra svara við því hvaða áhrifum þau séu að beita í gegnum þetta stjórnmálasamband til að stuðla að friði á svæðinu.

Svo þá er best að bera spurninguna upp beint og henni er að sjálfsöðu beint til utanríkisráðherra Íslands:
Á hvern hátt eru íslensk stjórnvöld að beita áhrifum sínum í gegnum stjórnmálasamand sitt við Ísrael til að stuðla að friði í Palestínu?


mbl.is Deilt um stjórnmálasamband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Soffía oft finnst mér þú búa yfir svo mikilli visku.  Ég hef ekki skilið því stjórnmálasambandi við þessa þjóð er ekki slitið - fylgist ákaflega vel með fréttaflutningi alla jafna, og hef ekki það ég man, lesið um einhver samskipti á milli ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórn Ísraela.

En styð þessa spurningu en efast um að utanríkisráðherra muni svara okkur. 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 6.1.2009 kl. 02:10

2 Smámynd: Margrét Ingadóttir

Mér finnst það senda mjög skýr skilaboð að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Ég leyfi mér að efa það að Ingibjörg geti talað þá til og vill slíta þessu sambandi tafarlaust.

Margrét Ingadóttir, 6.1.2009 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband