15.1.2009 | 08:14
Týndu greiðslu með reiðufé
Það lítur út fyrir að einhverjir hafi týnt úttroðinni tösku með jafnvirði nokkurra milljarða króna í reiðufé og "mjög tryggum veðum í eignum sínum erlendis." Frétt Rúv í gær og annara fjölmiðla í kjölfarið, er reyndar nokkuð gömul frétt. Ég sá hana fyrst á bloggi Hauks Haukssonar 18. október s.l. Skyldi leit hafa staðið yfir linnulaust síðan?
Meðan starfsfólk Gamla Kaupþings og Nýja Kaupþings leitar að kvittunum og reiðufé, skulum við hin dunda okkur við að vafra á internetinu:
Fjölmiðlar greindu frá því 22. september s.l. að Sheikh Mohammed Bin Khalifa Al-Thani hefði keypt 5,1% hlut í Kaupþingi á 25,5 milljarða króna. Á þáverandi gengi! http://www.vidskiptabladid.is/frett/1/47499/5--i-kaupthingi-til-katar
Þann dag þótti verðið bara nokkuð sanngjarnt. http://www.vidskiptabladid.is/frett/1/47504/
Hinn íslenski Mr. President hafði nýlega skroppið til Katar og bankastjórinn Mr. Sigurdsson said: "These visits certainly helped". http://www.icelandreview.com/icelandreview/Daily_News/?ew_0_a_id=312508
Svo hrundi bankakerfið. "Þeir missa sem eiga," segir í æðruleysisbæn Íslendinga og svipaðs æðruleysis gætti hjá Íslandsvininum frá Katar. Vísir greinir svo frá 11. desember. http://www.visir.is/article/20081211/VIDSKIPTI06/569201063
Eins og segir í fréttinni hér framar, hafði velgjörðarmaður vor áður keypt hlut í Alfesca, sem Ólafur nokkur Ólafsson ræður ríkjum í. Frá þessu segir m.a. 2. september, ásamt yfirlýsingu um framtíðarhorfur í rekstrinum og rekstrarumhverfinu. https://chepa.netfonds.no/release.php?id=20080902.OMX.274391&layout=print
Eitt er að vera æðrulaus en annað að vera vitlaus. Og skemur en Adam var í Paradís, var Katarskur sheikh í Alfesca. Mbl.is segir svo frá 14. október. http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/10/14/sjeik_haettir_vid_alfesca/
Áðurnefndur Ól.Ól. á sitthvað fleira. http://74.125.77.132/search?q=cache:Iw8iaGHQwVQJ:wap.mbl.is/frett/1366563/%3Fcat%3D5+Sheik+Mohammed+bin+Khalifa+Al-Thani&hl=is&ct=clnk&cd=39&gl=is&lr=lang_is
18. október bloggar Haukur Hauksson að Katarinn sé ekki búinn að borga neitt fyrir hlutinn í Kaupþingi. http://haukurhauks.blog.is/blog/haukurhauks/entry/679288/
Ha? Týndu menn kvittuninni? Og hann sem borgaði með reiðufé! http://www.visir.is/article/20090114/VIDSKIPTI06/697071533/-1
Persónulegir vinir Kaupþingsmanna í arabaheiminum eru víðar en í Katar. Ætluðu ekki einhverjir Líbýumenn að kaupa Kaupþing í Lúxembúrg? http://eyjan.is/silfuregils/2008/12/09/hvad-er-ad-gerast-med-kaupthing-i-luxemborg/
Já, vel á minnst, Kaupþingsmenn og Líbýumenn. Fáum þessa til að skella sér í olíubísnessinn á Drekasvæðinu. http://www.smallcapnews.co.uk/article/Circle_Oil_attracts_Libyan_sovereign_wealth_fund_in_new_fundraising/5665.aspx
Guð blessi Ísland!
25 milljarða króna greiðsla týnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:17 | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Interesting... það mætti halda að "MR.President" hafa verið í vinnu hjá mörgum íslenskum auðmönnum við að styrkja orð og "svindla" á öðrum.
En það gerðu einnig Geir H. og Ingibjörg S.G.Þessu fólki hefur verið stjórnað eins og brúðum og ég hef oft verið með þá skoðun að G.H.H sé róbot og I.S.G sé ekki mennsk en það er auðvitað ekki rétt?
Hermann (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 08:40
Það óttast maður mest að næst fá þeir heilbrigðiskerfið og Drekasvæðið á silfurfati.
Enda verða þeir aftur með fullar hendur fjár eftir að hafa "gefið" okkur skuldir sínar og náð í "týnda" féð af einkareikningum sínum.
ÞA (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 10:35
Er þetta ekki vara advanced útgáfa af Stím módelinu?
Sheikinn hefur borgað með láni sem hann fékk hjá Kaupþingi.
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.