Leyf mér aðeins að útskýra

Hvað er líkt með viðbrögðum Ísraela og Íslendinga við gagnrýni erlendis frá? Jú, þau halda að þau geti leiðrétt misskilning umheimsins með útskýringum sínum.

Hvernig brugðust íslenskir ráðamenn ríkis og fjármálafyrirtækja við ábendingum erlendis frá um að fjámálalíf landsins væri í stórhættu? Sendu talsmenn og yfirlýsingar til að leiðrétta misskilninginn! Hvernig bregðast ísraelskir ráðamenn við ábendingum erlendis frá um að framkoma þeirra við Palestínumenn sé röng og jafnvel stríðsglæpir? Jú, þeir senda talsmenn og yfirlýsingar til að leiðrétta misskilninginn!

Annars legg ég til að menntamálaráðherra okkar taki á móti hinum ísraelska kollega sínum. Hún gæti meira að segja boið honum upp á endurmenntunarnámskeið, þar sem hún er sjálf nýbúin að fara sjálf á eitt slíkt í afleiðingum hroka og afneitunar. Kannski að íslenski ráðherrann gæti frætt þann ísraelska um afleiðingar þess að hlusta ekki.

Óhæfuverk verða ekkert betri þótt þau séu útskýrð. Þau verður að stöðva og það strax. Þá og þá fyrst, er hægt að setjast niður til að ræða málin og útskýra. 


mbl.is Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Óhæfuverk verða ekkert betri þótt þau séu útskýrð. Þessu er ég hjartanlega sammála.

Og ég er líka sammála þessu með Endurmenntunarnámskeiðið......bæði íslendingar og ísraelar hefðu gott af að endurmennta sig í mannlegum samskiptum....og ekki síður í hroka og afneitun.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 17.1.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband