17.1.2009 | 15:24
Velkomnir á Litla-Hraun
Konur sem vinna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands höfðu frumkvæði að mótmælafundi sem haldinn var á Selfossi í dag. Boðað er vikulegt framhald á slíkum fundum.
Á fundinum rifjaði Rosemarie Þorleifsdóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna, upp hvernig kvennfélagskonur á Eyrarbakka og síðar kvennfélagskonur um allt Suðurland stóðu að því að byggja sjúkrahús á Suðurlandi. Húsið reis á Eyrarbakka og stendur enn. Ekki tókst að ljúka fjármögnun húsbyggingarinnar og tók ríkið það yfir og setti aðra starfsemi inn í það, svo ekkert varð af sjúkrahúsinu fyrir Sunnlendinga í það skiptið.
Þessi ráðstöfun ríkisins olli mikilli reiði á Suðurlandi, því margt fólk hafði gefið stórar gjafir til sjúkrahússbyggingarinnar, dánarfé, sparifé og sjálfboðavinnu.En sunnlenskar konur halda áfram að styrkja sjúkrahúsreksturinn á Suðurlandi og enn á starfsemi þess í vök að verjast.
Ég var óvænt spurð hvort ég væri til í að taka til máls á þessum fundi, þar sem einn frummælenda hafði forfallast. Hugmyndina að lokaorðum mínum fékk ég í upphafsorðum Rosemarie um sjúkrahúsið á Eyrarbakka. Þar sem tala mín var óundirbúin og blaðlaus, endursegi ég hana hér nokkurnveginn:
Við erum samankomin til þess að mótmæla. Með hruni íslensks efnahgaslífs eru miklar byrðar lagðar á okkur. Okkur finnst það ekki réttlátt, en við tökum þessarri staðreynd og erum tilbúin að endurreisa þjóðfélag okkar, með eigin höndum og með eigin hugmyndum. Til þess að koma höndum og hugmyndum okkar að þurfum við nýjar kosningar. Mestu máli skiptir að við útdeilingu þeirra byrða sem á okkur eru lagðar sé gætt réttlætis.Við sættum okkur ekki við það að bankaræningar þessa lands liggi á meðan í sólbaði á Caymaneyjum, hvorki með þá 25 milljarða sem þeir fengu frá Katar, né nokkra aðra af þeim hundruðum milljarða sem þeir hafa lagt á herðar okkar. En þótt við getum ekki unnt þeim þess að liggja í sólbaði, þá erum við ekki að vísa þeim á vergang. Nei, við erum góðhjartaðar konur og við bjóðum þeim húsaskjól í því húsi sem sunnlenskar konu byggðu snemma á síðustu öld. Við bjóðum þá velkomna á Litla-Hraun.
Fjöldi manns á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kjarnyrt íslenska. Tær snilld!
Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 16:18
Jújú, fín hugmynd en því miður þá gerðu bankaræningjarnir ekkert ólöglegt. Við erum nefnilega svo heppin að hafa Alþingi sem gerði það löglegt fyrir nokkra útvalda að ræna bankana og skuldsetja þjóðina margar kynslóðir fram í tímann.
Því verður víst ekkert hægt að bjóða þeim pólitískt hæli á Litla Hrauni, heldur er eina leiðin til að ná fram einhverju brotabroti af réttlæti að dómstóll götunnar dæmi þá til ævilangrar útlegðar og geri upptækar þær fasteignir sem þeir eiga hér, með hústöku að hætti annarra Evrópubúa.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 18:45
Bara flott hjá þér!!! Að bjóða þeim frítt fæði og húsnæði.
Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 00:17
Það hýtur að meiga hliðra til fyrir þeim og skjóta yfir þá skjólshúsi þar ef þeir haf ekki í önnur hús að venda.
Landfari, 18.1.2009 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.