8.2.2009 | 22:14
Ofsótti ópólitíski embættismaðurinn
"Af hverju ertu ekki ópólitískur eins og ég og kýst Sjálfstæðisflokkinn?" Þessi óborganlega setning er höfð eftir einum af þeim sem eitt sinn settu svip á bæinn Reykjavík, þekktan karakter sem ekki steig í vitið.
Sjálfstæðismenn halda margir hverjir að þeir séu normið og allrir aðrir séu eitthvað afbrigðilegir. Völd eru þeim í blóð borin og eiga að ganga að erfðum. Ef þeir missa völd hlýtur það að stafa af samsæri, - á æðstu stöðum, - a.m.k. á Bessastöðum.
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vitnar í nokkurra ára gömul ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur um mikilvægi sjálfstæðis og fagmennsku í Seðlabankanum og furða sig á að hún skuli nú ætla að hlutast til um stjórnunarstöður þar. "Hvað hefur breyst?" hrópar hann yfir þingsalinn!
Já, hvað skyldi nú hafa breyst að undanförnu? Hefur einhver séð geimskip í bakgarði Alþingishússins? Eða hvaðan kemur sá maður sem skundar upp í ræðustól og spyr í forundran hvað hafi eiginlega breyst á Íslandi nýverið?
Svo skrifar einn í bréfi: "Lög sem eiga að tryggja sjálfstæði seðlabanka og forða pólitískri aðför að seðlabankastjórninni hafa nú verið þverbrotin."
Hver sagði þetta? Og var það þegar formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra til margra ára var skipaður í embætti seðlabankastjóra, eða var það þegar hann var rekinn úr embættinu?
Björn: Réttmæt ábending Davíðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eftir að ríkisstjórnin sprakk og maður fær að njóta þess að sjá myndir úr þingsalnum þar sem sjálfstæðismenn verma meirihluta stjórnarandstöðustólana hefur hún sungið í hausnum á mér setningin sem DO lét falla í viðtali eftir að Reykjavíkurlistinn sigraði í lýðræðislegum kosningum í fyrsta sinna:
Það hefur verið framin hallarbylting í Reykjavík!
Hverjum öðrum en réttbornum valdhöfum dettur í hug að tala um hallarbyltingu???
Bestu kveðjur í bæinn!
Helga (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 22:18
Sæl Soffía.
Mikið afskaplega þætti mér vænt um ef þú gætir sent mér línu á jonag@icelandair.is. Mig vantar svo að ná tali af þér.
Jóna Á. Gísladóttir, 11.2.2009 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.