13.3.2009 | 12:21
ÉG þarf að vera á Alþingi
Af hverju skiptir maður um flokk þegar hann tapar í prófkjöri? Er nóg að skoða skýringu hans sjálfs til að svara því?
Það hendir ótrúlega marga að telja setu á Alþingi vera allt frá alfa til omega í pólitískum áhrifum. Einkum vill þetta verða hlutskipti þeirra sem ná einhverntíma setu á þessu Alþingi. Svo falla menn í kosningum og lýsa því þá yfir að þeir séu annað hvort hættir í pólitík, eða farnir í annan flokk.
Hvað er allt þetta fólk að gera í Samfylkingunni, sem ekki er með þetta steinbarn, alþingismann, í maganum?
Það fólk er að útbreiða hugsjón jafnaðarstefnunnar, alla daga, alls staðar!
Fólk gengur í Samfylkinguna til að ræða og þróa hugmyndir og til að bindast samtakamætti um að hrinda þeim í framkvæmd, í smáu sem stóru í samfélaginu. Mörg hundruð manns vinna þar launalaust og telja það ekki eftir sér. Þetta fólk hefur áhuga á samfélagi sínu og tekur þar til viðbótar þá ákvörðun að gera líka eitthvað í málunum. Þetta er fólkið sem dags daglega heldur fram málstað réttlætis, jafnréttis og samvinnu.
Á nokkurra ára fresti kjósum við okkur umboðsmenn til að fylgja þessum hugsjónum eftir á Alþingi og í sveitastjórnum og víðar. Við skiptum meira að segja stundum um umboðsmenn. En við skiptum ekki um hugsjón og hættum að vera jafnaðarmenn.
Þegar við kjósum í prófkjöri náum við sjaldnast að velja allt það góða fólk sem býður sig fram í efstu sætin. En það er enginn skaði, því aðeins var úr jafnaðarmönnum að velja. Það vefst hins vegar oft fyrir frambjóðendunum sjálfum og helstu stuðningsmönnum þeirra, að sjá útfyrir eigin árangur.
Ég hef unnið með Karli V í einum af málefnahópum Samfylkingarinnar, um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál, og hópurinn mun skila sinni vinnu til landsfundarinnar sem framundan er. Þar hef ég ekki orðið vör við annað en að málflutningur Karls hafi verið í góðu samræmi við málflutning annarra í flokknum. Að hann hverfi úr okkar röðum nú, vegna ágreinings um sjávarútvegsstefnu, eða vegna ónógs framgangs þeirrar stefnu innan flokksins, er því tóm þvæla.
Að velja svo Frjálslyndaflokkinn til að starfa í, er bara galið....!!!
Karl V, nú sló aldeilis útí fyrir þér!
Karl V. til liðs við Frjálslynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég las þessa færslu þína með nokkurri athygli. Mér finnst þú skauta dálítið framhjá því atriði að Samfylkingin hefur dregið lappirnar í þessu mikilvæga máli eins og allir stjórnmálaflokkarnir nema Frjálslyndir. Það er gott ef Samf. hefur nú skyndilega orðið fyrir einhverri vitrun en menn á mínum aldri eru orðnir tortryggnir á vitranir pólitíkusa skömmu fyrir kosningar. Ég vona svo sannarlega að ég megi treysta því að málflutningur Karls V. eigi samhljóm í flokknum núna en hef efasemdir.
Ég var mikill andstæðingur þess að ræna lífsbjörginni af fólkinu í sjávarbyggðunum og setja mannlífið þar á uppboðsmarkað LÍÚ. Ég hef alltaf skilið Karl V. þannig að hann sé andstæðingur þess líka, en ekki tekist að vinna þeirri skoðun framgang í sínum flokki. Ég veit reyndar að þetta er rétt hjá mér því ég hef fylgst með þessu.
Nú fyrir stuttu fékk ég sendan póst frá 20 frambjóðendum Samfylkingarinnar í prófkjöri í Reykjavík. Ég fór vel yfir þessi baráttumál og sá tvær og hálfa línu um þetta mál frá einum af þessum kandídötum; samtals tvær og hálfa línu! Og þessar 2,5 linur segja mér nokkuð um þann brennandi réttlætiseld flokksins sem snýr að þessu máli. Og ég fór niður á Skólabrú og þakkaði Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur fyrir þessar tvæt línur með því að setja hana í efsta sætið í prófkjörinu.
Árni Gunnarsson, 13.3.2009 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.