Bæjarráð Hornafjarðar vill sátt um fyrningaleið

Hvernig fór fyrirsagnahöfundur Morgunblaðsins að því að lesa það út úr ályktun bæjarráðs Hornafjarðar að það vari við fyrningaleið í kvótamálum? Ályktunin í heild sinni er á hlekk undir fréttinni og þar er hvergi minnst á andstöðu við fyrningarleið. Þar segir m.a. og er vitnað til í fréttinni: "... að vegna mikilvægis sjávarútvegs fyrir einstakar byggðir og þjóðarbúið í heild sinni sé mikilvægt að unnið verði að varanlegri sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Ekki sé ásættanlegt að þessi grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar sé í uppnámi fyrir hverjar kosningar. Að slíkri sátt verði allir hagsmunaðilar að koma með stjórnvöldum."
 
Er hægt að túlka ósk um "að unnið verði að varanlegri sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið" sem ósk um að sátt náist loksins um núverandi eignarfyrirkomulag á kvótanum? Eða er þetta ósk um nýja lausn? Er þetta ósk um að hrópandi óréttlæti þeirra sem slógu eign sinni á kvótann og stungu arðinum í eigin vasa, verði loksins afnumið? 
 
Hvaða fyrirsögn er rétt að setja á frétt um ályktun bæjarráðs Hornafjarðar? 
 
Svo skulum við bera þessa ályktun saman við samþykkt þess ægilega flokks Samfylkingarinnar:

Samfylkingin

landsfundarályktun2009

Sáttargjörð um fiskveiðistefnu

Í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands verði fiskveiðistefnan strax að loknum kosningum endurskoðuð í þeim tilgangi að skapa sátt meðal þjóðarinnar um nýtingu auðlinda hafsins.

Markmið stefnunnar eru:

Að tryggja eignarhald og fullt forræði þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins.

Að stuðla að atvinnusköpun og hagkvæmri nýtingu fiskistofna.

Að uppfylla skilyrði um jafnan aðgang að veiðiheimildum og uppfylla þar með kröfur mannréttindanefndarSameinuðu þjóðanna.

Að auðvelda nýliðun í útgerð.

Að tryggja þjóðhagslega hagkvæma og sjálfbæra nýtingu fiskistofna.

Aðgerðir til að ná þessum markmiðum:

Þjóðareign á sjávarauðlindum bundin í stjórnarskrá með samþykkt þess stjórnarfrumvarps sem nú liggur fyrir Alþingi. Markmið slíks ákvæðis um þjóðareign er að tryggja þjóðinni ótvíræð yfirráð allra sjávarauðlinda til framtíðar og fullan arð af því eignarhaldi.

Stofnaður Auðlindasjóður sem sér um að varðveita og ráðstafa fiskveiðiréttindum í eigu þjóðarinnar. Arður af rekstri Auðlindasjóðs renni einkum til sveitarfélaga og verði einnig notaður til annarra samfélagslegra verkefna, svo sem haf- og fiskirannsókna. Kannaðir verði kostir þess að fela Auðlindasjóði jafnframt umsýslu annarra auðlinda í þjóðareign og felur fundurinn framkvæmdastjórn flokksins að skipa starfshóp sem útfæri nánar tillögur um Auðlindasjóð.

Allar aflaheimildir í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi verða innkallaðar eins fljótt og auðið er og að hámarki á 20 árum.

Framsal aflamarks í núgildandi aflamarkskerfi verður einungis miðað við brýnustu þarfir.

Auðlindasjóður býður aflaheimildir til leigu. Greiðslum fyrir aflaheimildir er dreift á það ár þegar þær eru nýttar. Framsal slíkra aflaheimilda er óheimilt. Útgerðum verður skylt að skila til Auðlindasjóðs þeim heimildum sem þær nýta ekki.

Frjálsar handfæraveiðar eru heimilaðar ákveðinn tíma á ári hverju. Sókn verður meðal annars stýrt með aflagjaldi á landaðan afla.

Stefnt verður að því að allur fiskur verði seldur á markaði.

Jafnframt er því eindregið beint til stjórnvalda að þau hlutist til um að þar til ný stefna tekur gildi ráðstafi fjármálastofnanir á vegum ríkisins ekki aflaheimildum án þess að setja skýra fyrirvara um endurskoðun slíkra samninga til samræmis við þá stefnu sem að framan er lýst.

Kópavogi, 29. mars 2009

 

mbl.is Bæjarráð Hornafjarðar varar við fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband