Það sem ekki er í fréttinni

Fréttamenn visir.is hafa talsvert meira um þennan atburð að segja en mbl.is. Ökumaðurinn hringdi nefnilega fyrr í dag í "fréttastofuna", væntanlega frétttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar.  Í frétt visir.is segir:

Maðurinn hafði hringt í fréttastofu fyrr um kvöldið og beðið um umfjöllun. Hann var þá í talsverðu uppnámi og sagðist eiga óuppgerðar sakir við lögregluna.

Hann hringdi aftur síðar um kvöldið, enn órólegri en í fyrra skiptið. Þá sagðist hann vera á tveggja tonna jeppa á 140 kílómetra hraða á leið niður í miðbæ. Hann sagðist ætla að keyra inn í lögreglustöðina og talaði síðan um að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar. Auk þess hótaði hann að skaða lögreglumenn eða -bíla ef þeir yrðu á vegi hans.

„Finnst þér ekki fáránlegt að ég sé að segja þetta?" sagði maðurinn og sagðist vera kominn með nóg af því að lögreglan vildi ekki ræða við hann. Hann sagðist grípa til þessara ráða til að fá loksins einhverja athygli.

Fréttamaður reyndi að róa manninn niður og segja honum að fara heim án árangurs. Símtalinu lauk þegar maðurinn sagðist ætla að fá leiðbeiningar 118 símaskrár til að finna Skógarhlíð 16, þar sem hann sagðist ætla að keyra inn í húsið.

„Þú átt eftir að heyra af þessu í kvöld."

Nú spyr ég um það sem ekki er sagt frá í fréttinni á visir.is: Gerði fréttamaðurinn lögreglu viðvart eftir þessi símtöl?
mbl.is Ók á hurðir slökkviliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verst að fara svona með annars ágætan jeppa !  Skyldi ég geta keypt parta úr hræinu ?  Mig vantar framsæti úr einum svona til að setja í Löduna mína :)

Þórhallur Pálssoon (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 23:53

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sammála síðasta ræðumanni - þetta var fínn bíll.

Hinsvegar vitum við ekkert um manninn eða hvað honum gekk til - ef eitthvað.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.6.2009 kl. 00:54

3 Smámynd: Jens Guð

  Einhversstaðar kom fram að vinkona mannsins á jeppann.  Hún sagði manninn vera pirraðan.  Í einhverjum fréttum kom líka fram að maðurinn væri veikur og yrði vistaður á viðeigandi stofnun.

Jens Guð, 23.6.2009 kl. 00:17

4 identicon

Heyrði viðtal við fréttamanninn á Bylgjunni og þar koma fram að hann hafði haft samband við lögreglu strax eftir símtalið við manninn.

So (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband