Hamfarahagnaður

Verðtrygging lána og fleiri fjármálagjörninga, svo vitlaus sem hún var í upphafi, hefur nú slegið út úr öllum skölum og römmum sem henni voru ætlaðar. Mæling hennar nú er jafn vitlaus og jarðskjálftamælarnir á Suðurlandi í stóru jarðskjálftunum sumarið 2000, sem slógu svo rækilega út að nota þurfti jarðskjálftamæla í Kanada til að greina stærð og upptök skjálftanna.

Verðtryggingin var sett sem meint skynsöm skammtímalausn á verðbólguvanda, en framtíðarlausnin látin bíða sem síðari tíma vandamál. Og vandamál er hún.

Hugmyndafræði verðtryggingarinnar var að halda verðgildi fjármálalegra gjörninga. Í fyrstu náði hún til launa, lána og leigusamninga. Fyrst var hún afnumin af laununum, enda reyndist hún óstöðvandi hringekja víxlhækkana launa og verðlags. Svo var hún afnumin af skammtímalánum eftir að verðbólga minnkaði, en háir vextir notaðir í staðinn. Hún sat hins vegar sem fastast á langtímalánum, því langtíma vandi þeirra varð aldrei að brennheitum skammtímavanda, menn þraukuðu og borguðu. “Það er vont en það venst”, er kjörorð verðtryggingarfræðinnar.

Þegar allt heila efnahagskerfi landsins hrynur, gjaldmiðillinn týnir verðgildi sínu, fasteignaverð lækkar og fer lækkandi, atvinnutekjur minnka og verðlag rýkur upp, þá verður vísitölumælingin út í hött. Að slemba fingrinum á einhvern stað á grafi vísitölumælisins sem sló út og ætla að nota hann sem grunn að uppreikningi höfustóls lána til framtíðar, slær út skalann fyrir út í hött. Hér varð efnahagslegt kerfishrun, verðtryggingarkerfið hrundi með því!

Bankarnir sem lánuðu eru allir farnir á hausinn og munu ekki standa við fjármögnunarsamninga sína gagnvart lánveitendum til þeirra, engir útreikningar á íslenskum íbúðalánum fá því breytt.

Veðin sem lánað var út á, húsnæðisveðin, hafa lækkað í verði og er spáð enn frekari verðlækkun.

Meðaltekjur lántakenda hafa lækkað og önnur greiðslubyrði þeirra hækkað með hækkuðu verðlagi.

Forsendur lánveitingar íbúðalánanna, greiðslumat lántakanna og verðmæti veðanna, hefur brostið og þar er ekki vanefndum einstakra lántakenda um að kenna.

Verðgildi gjaldmiðilsins er uppspuni í Seðlabanka Íslands frá degi til dags.

Grunnur útreikninga verðtryggingar á lánunum er farinn í helvítis fokking fokk. Lánskjaravísitalan er hrofin út við sjóndeildarhring.

Þeir útreikningar sem nú eru notaðir til hækkunar höfuðstóls verðtryggðra lána, eru ósvífin tilraun til að hagnast á hamförum íslensks efnahagskerfis.

Þess vegna þarf að og á að endurreikna áfallnar “verðbætur” á lánum nokkra mánuði aftur í tímann. Öllum. Hver niðurstaða slíks útreikings á að verða, met ég ekki hér. Fyrst er að samþykkja að þessi endurreikningur þurfi að eiga sér stað og leiðrétting í kjölfar hans. Svo er að ákveða hvernig.

Þar til viðbótar mun þurfa sértæk úrræði fyrir suma þá sem verst hafa farið út úr efnahagshruninu.

Núverandi útreikningur og framkvæmd á verðtryggingu lána er ekkert annað en hamfarahagnaður fjármagnseigenda.


mbl.is Er lausnin fólgin í fasteignafélögum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu þá ósammála þessari hugmynd Skúla?

Bóbó blaðberi (eða Búri) (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 14:18

2 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Sæll Bóbó (eða Buri).

Ég hef verið í lélegu netsambndi undanfarið og svara því seint.

Í fyrsta lagi þarf að afnema hamfarahagnað láaeigenda af skuldum lántakenda.

Í öðru lagi þarf að setja almennat reglur um ráðstafanir til að koma til móts við og lausnar á alvarlegum greiðsluvanda vegna húsnæðislána nokkurra einstaklinga þar til viðbótar.

Í þriðja lagi má koma á fót fasteignafél0gum í félagslegri eigu til að tryggja öllum húsnæði til að halda heimili í. Félaglegar íbúðir hafa lengi verið til og eiga fullan rétt á sér. Hins vegar er það ekki ásættanleg lausn á skuldavanda fjölda fjölskyldna að láta lífeyrissjóði eða aðra taka eignir fólks eignanámi, vegna skulda af völdum efnahagslegra hamfara, og leigja þeim þær svo.

Fyrst fjárfesta lífeyrissjoienir villt og galið í bönkum og stórfyrirtækjum.

Svo tapa þeir heil ósköp þegar bankarnir og stórfyrirtækin hrynja.

Þá reyna þeir að klóra yfir skítinn með því að viðurkenna ekki tapið, með reiknikúnstum og ferstun uppgjöra hjá þeim sem þeir töpuðu á.

Síðan leggjast þeir gegn öllum tillögum um afnám hamfarahagnaðar af skuldum.

Loks láta þeir eins og þeir séu hinir nýju bjargvættir sem skaffi fólki húsnæði til að búa í eftir að það var hirt af því með hamfaraálögum á lánin, þar á meðal lán frá þeim sjálfum.

O, svei!

Soffía Sigurðardóttir, 10.9.2009 kl. 11:33

3 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæl Soffía.

Góður pistill sem birtist mér svona allt í einu og óvænt, eins og innsend grein í Mogga sem liggur óbirt og fúnar vegna þess að Agnes eða önnur uppáhöld kvótagreifanna þurfa á plássinu fyrir innsendar greinar að halda, en pistillinn er góður og enginn fúi í honum!

Hvers á þjóð að gjalda sem ekki hefur annað til sakar unnið en kjósa yfir sig spillta og galna stjórnmálamenn (flokka) árum ef ekki áratugum saman? Saklaus lömbin eru leidd til slátrunar á haustin eftir að hafa notið íslenskrar náttúru yfir sumarið, en að því kemur að okkur, sem öllu ráðum, finnst vera komið nægt kjöt á kroppinn og nú skulu þau slegin af og síðan étin.

Heimskir og spilltir stjórnmálamennirnir sem voru búnir að ala á því að Ísland og íslendingar væru slíkir snillingar að engin dæmi væru um annað eins eru flestir horfnir, láta lítið fyrir sér fara, púkast kannski eilítið á bakvið tjöldin, en eru horfnir af hinu pólitíska leiksviði. Við hin höfum þó flest dug í okkur til að leiða lömbin undir hnífinn, þó ekki þyki okkur það gaman. Gamanið byrjar víst með átinu og ætli það verði ekki eins er Kolkrabbinn fer aftur að iða.

Nú stöndum við sem sagt frammi fyrir því að troða tappa í hið gleypandi svarthol sem séníin skildu eftir sig og ég sé að þú hefur að mörgu leiti góðar hugmyndir í því efni, þó mér finnist vera framsóknarlykt af því að ræna lífeyrissjóðina til að fylla í gatið, en íslenskt samfélag er og hefur aldrei verið annað en ræningjasamfélag og því er kannski bara best að halda því við- og ræna.

Eða hvað? Er ekki kominn tími til að breyta og skapa eitthvað skárra, byggja upp í stað þess að fara alltaf leiðina að rífa niður og eyðileggja fyrir öðrum, til að geta mokað einhverju til sín. Það hlýtur að vera hægt að gera þetta öðruvísi, ég a.m.k., vil helst ekki trúa því að það sé eitthvert lögmál að þetta þurfi að vera svona um alla eilífð, en það sem þú nefnir varðandi hið algjöra ábyrgðar- og áhættuleysi lánveitenda er vitanlega laukrétt. Það fylgir því áhætta að lána peninga og ekki er nema sjálfsagt og eðlilegt að þeir sem lánuðu taki á sig verulegan skell vegna þess sem yfir hefur dunið.

Að lokum: Það var Framsóknarflokkurinn sem fann upp verðtrygginguna, kvótann í sjávarútvegi og landbúnaði, húsnæðisbóluna... og það var Halldór Ásgrímsson sem lét sig dreyma um að á Íslandi yrði ,, alþjóðleg fjármálamiðstöð" og því skulum við varast eins og heitan eldinn að taka nokkuð mark á því sem þaðan kemur; ekki til þín meint, ég veit að þú gerir það, en svona almennt þá er þörf að gera það og munum að framsóknarsjónarmiðin eru töluvert ríkjandi í VG (Lilja Mósesdóttir) og Sjálfstæðisflokknum (Tryggvi Þór). Tvö skýr dæmi, en aðeins dæmi; framsóknarsjónarmiðin leynast víða.

Ingimundur Bergmann, 18.9.2009 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband