Skessur eða töffarar

Af hverju er orka kvenna minna metin en karla?

Karlmaður nýtur virðingar fyrir það að vera orkumikill og það þykir ljóður á ráði hans að vera daufgerður. Konur sem eru orkumiklar þykja hins vegar vera frekar.

Þessa stöðnuðu afstöðu til karla og kvenna má allavega sjá hjá formanni Framsóknarflokksins, Guðna Ágústssyni, í ræðu hans á miðstjórnarfundi flokks síns í dag. Stöð 2 hafði það eftir honum í kvöld að Geir Haarde væri of daufgerður og að Ingibjörg Sólrún væri valdaskessa. Sennilega saknar Guðni þess hve Davíð var mikill töffari, sá helypti nú engum skessum að.

Svo kveinkaði Guðni sér undan því í ræðunni að neikvæð umfjöllun fjölmiðla um Framsóknarflokkinn hefði fælt unga og hæfa stjórnmálamenn frá honum! Hvenær skyldi honum detta í hug að hans eigin ummæli, sem komast í fjölmiðla, fæli fólk frá þessum forneskjuflokki?

Konur góðar, ef við ætlum að virkja orku okkar, þurfum við að hætta að tipla á tánum og stíga fast til jarðar. Jafnvel þótt þá verði einhverjir hræddir við skessur.


mbl.is Utanríkisráðherra talar um að nýta kvenorkuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega er ég sammála þér, mér sem karlmanni misbíður það þegar kynbræður mínir haga sér með þessum hætti. Svo er þessi 17. aldar maður undrandi á því að fólk skuli hætta kjósa þá, þennan fjandans spillingar flokk. Ég held að Guðni ætti að hætta kenna öðrum um ófarir flokksins og skoða í skóna hjá sjálfum sér. Svo talar þetta fífl um að það sé ójöfnuður í landinu í einu orðinu og í hinu talar hann um hve framsókn hafi verið dugleg í fyrri ríkisstjórn, þvílíkur asni ég get ekki annað sagt.

Valsól (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 984

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband