Hatur hatri fremra

Af hverju er hatur betra en hatur? Hvaða frelsun er í því að finna trúarlegan grundvöll undir hatur sitt? 

Hver myndi ekki fordæma morðingja, ef hann stigi á stokk og fordæmdi samkynhneigða sem sora, nokkrum mánuðum eftir að hann losnar úr fangelsi eftir morð sem framið er af miskunnarlausu hatri, ef hann vitnaði ekki í Biblíuna í leiðinni? Kæmu þá ekki upphrópanir um að stórhættulegur glæpamaður sé sloppinn úr fangelsi, eftir allt of vægan dóm og greinlega haldin sama hatri og leiddi hann til fyrri glæps? Dytti þá ekki jafnvel einhverjum í hug að kauði þyrfti á smá kennslu að halda í kristilegum kærleika?

Hér er fyrri frétt um mann sem leiddi bænagöngu á dögunum og kallaði samkynheigða sora í upphafsorðum sínum:

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=734291

Um mál hans hafa spnnist talsverðar umræður á blogginu, m.a. HÉR og HÉR

Að hata þjóðfélagshóp nógu mikið til að misþyrma og myrða manneskju, verður ekkert betra þótt menn vitni í trúarrit hatri sínu til stuðnings. Ég sé ekkert betra við það að vera í trúarrugli, en að vera í dóprugli, ef hvort tveggja heldur manni á sömu hatursbraut. Mér finnst það líka stórhættulegt þegar ofstækismenn fá að prédika yfir andlega veiku fólki, sem er í, eða að reyna að ná sér úr, veikindum sínum, t.d. eftir dópneyslu.

Ég kalla eftir ábyrgð samfélags trúaðra að taka á þessum ofstækismönnum og láta þá ekki komast upp með hatursáróður í nafni guðs. Látið ekki hatursmenn leiða ykkur, hvorki í orði né í göngu og síst af öllu í bæn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er stór stund, fólk sér hið raunverulega andlit ofurtrúarruglukolla sem einkennist af hatri og fordómum
Þeir jarða sig algerlega sjálfir

DoctorE (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 10:24

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

var þjóðkirkjan að elta þetta!  var þessi maður með einhverjum hætti samstarfsaðili hennar? Kv. B

Baldur Kristjánsson, 12.11.2007 kl. 10:44

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mæl þú manna heilust.  Svo vill þetta fólk líka komast í uppfræðsluhlutverk yfir börnum landsins í ofanálag.  Ég held að þessi ganga hafi unnið Kristinni trú mikið ógagn í þessu landi og svo hef ég nú bent þessu fólki á að Kristur sálfur varar við að iðka réttlæti sitt öðrum til sýndar og sér sjálfum til upphefðar, einnig að standa ekki á torgum og í samkunduhúsum emjandi, heldur fara inn í herbergi sín, læsa að sér og eiga sitt einkasamband við Guð.  Þetta fólk vill ráða öllum fjandans heiminum og troða breglaðri túlkun sinni á ritningunni ofan í kokið á því með hótunum í skjóli ritningastaða úr gamlatestamenntinu.  Ég segi Guð forði mér frá fylgismönnum þínum.  Kristur frelsa mig frá fylgjendum þínum.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2007 kl. 10:49

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Baldur.  Gamli Biskupinn okkar var leiddur þarna fram sem oddamaður í ræðuhöldum.  Fjöldi þjóðkirkjupresta setti nafn sitt við þetta, sem og við lækningaráðstefnuna frægu, sem miðaði að því að frelsa samkynhneigða frá sjálfum sér í fullri óþökk þeirra.  Einhverjar fleiri spurningar?

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2007 kl. 10:52

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég bara spurði? Styð ekki samkrull við hommahatara.kv.  B

Baldur Kristjánsson, 12.11.2007 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 984

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband