Lón eða miðlunarlón

Af hverju leggja stóru orkufyrirtækin ekki áherslu á þróun rennslisvirkjana?

Með rennslisvirkjun er lítil eða engin þörf á lóni og engin þörf á miðlunarlóni. Munurinn á stöðulóni og miðlunarlóni er, vel að merkja, sú að vatnsborð stöðulóns helst nær stöðugt, afmarkast af hæð útfalls þess, en vatnsborð miðlunarlóns sveiflast eftir því sem safnað er í eða tappað úr lóninu. Það er þessi sveiflukennda yfirborðshæð sem skilur eftir fokset á bökkunum. Annar munur er líka sá að rennsli úr stöðulóninu er mis mikið eftir ákomu í lónið, úrkomu og árstíma, en rennsli úr miðlunarlóninu er stýrt. Þess vegna vill Landsvirkjun miðlunarlón.

Rennslisvirkjanir hafa hins vegar mun minni áhrif á náttúruna, svo þegar upp er staðið er þetta spurning um mat á umhverfisáhrifum og peningaáhrifum.

Það er ekkert að því að virkja útfallið úr Hagavatni og ég vísa ekki á bug að skoða þann kost að stækka vatnið í leiðinni til að stöðva fokið frá núverandi umhverfi þess. Hins vegar leysir það alls ekki fokvandann að búa til miðlunarlón úr Hagavatni.

Spurningni er hvort nægt rennsli sé úr Hagavatni um hávetur, til að OR þyki taka því að setja upp rennslisvirkjun við útfallið.

Rennslisvirkjanir eru enn sem komið er ekki eins hagkvæmar og virkjanir við miðlunarlón, miðað við að náttúrulegt umhverfi sé lítils metið. Það þarf líka svolítið annan búnað í rennslisvirkjanirnar. Ég skora á orkufyrirtækin að þróa betri búnað fyrir rennslisvirkjanir.

Stórfelld inngirp í náttúruna, með miðlunarlónum og breytingu á farvegum vatnsfalla, eru nefnilega ekki lengur sú sýn sem við höfum á framfarir, ekki frekar en kolareykur.

Hér eru myndir og kort af svæðinu, á heimasíðu Kjartans Péturs Sigurðssonar


mbl.is Kanna kosti Hagavatnsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hæ og velkomin á bloggið Soffía.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.11.2007 kl. 15:33

2 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Miðlunarlón jafna sveiflur í vatnsrennsli og tryggja jafnari rafmagnsframleiðslu

Tryggvi L. Skjaldarson, 12.11.2007 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband