Einstaklingsmunur eða þjóðernismunur

Af hverju birtast annað slagið fréttir af því að hópi fólks af tilteknu þjóðerni eða kynþætti hafi verið meinaður aðgangur að einvherjum skemmtistað?
Er það af því að engum Íslendingum hafi verið úthýst? Jú, ég held að á ansi mörgum skemmtistöðum sé ákveðnir einstaklingar í aðgöngubanni, en það er rakið til persónulegrar hegðunar þeirra en ekki til þjóðernis þeirra eða kynþáttar. Það þykir heldur ekki viðeigandi að fjalla um þá í fjölmiðlum, það er þeirra persónulegi harmleikur að vera "vitlaus með víni".
Hvaða lesendur hafa búið eða dvalið í sjávarþorpi á meðan vertíðir voru og hétu og verbúðir með? Var þar ekki fullt af vandræðalýð? Sumir kaupfélagsstjórar og aðrir þorpseigendur létu lögguna keyra viðkomandi lýð út fyrir hreppamörkin og þeim fáu sem áttu önnur fyritæki í plássinu var bannað að ráða þá í vinnu.

En helvítis Pólverjarnir!
Það er nefnilega með Pólverja, eins og okkur Íslendinga, að þar er margt hörkuduglegt og strangheiðarlegt fólk og líka fólk sem fótar sig illa í samfélaginu og er jafnvel á vergangi.

"Þeir einu sem munu græða á stóriðjuverinu eru kráareigandinn og hóruhúsið"!

Þessa setningu hafði virt kona eftir reyndum stjórnanda í álverum út um heim, í samtali við mig. Hún hváði auðvitað við.
"Jú, í svona stóriðju sem sett er niður í fámenni, ráðast erlendir farandverkamenn, sem eiga ekki fjölskyldu af því að þeir falla illa inn í samfélagið, menn sem glíma við félagleg og geðræn vandamál, drykkjusýki og þess háttar. Þessir menn þurfa verbúð, krá og hórur."
Skyldi þetta ekki vera vandamálið við hluta þeirra erlendu verkamanna sem hafa verið að koma hingað til lands? Í þeirri þenslu sem er á vinnumarkaði, er leitað eftir vinnuafli sem er tilbúið að koma og vinna á vertíðinni og hypja sig svo aftur.
Pólverjar og Litháar eru jafn gott fólk og við Íslendingar og þar finnst líka jafn slæmt fólk.
Við fáum það sem við pöntum.

mbl.is „Dónaleg framkoma ekki liðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Ég hef nú tekið þátt í þessari umræðu sem spratt upp útaf þessari grein sem var full af andúð gangvart Pólverjum. Þú ert með ágætis vinkil á umræðuna um "vandamálið" með erlent verkafólk á Íslandi. Ég held að þessi orð stjónandans: "Þessir menn þurfa verbúð, krá og hórur." séu ekki útí loftið sögð. Það var einn ágætur maður og þá þekktur í þjóðlífinu hér sem lagði til á kosningafundi hjá Sjálfstæðisflokknum uppúr 1980, að vændi og vændishús undir eftirliti yrðu lögleidd á Íslandi. Hans rök voru nokkuð á þennan veg plús það að nauðgunum og ofbeldi gangvart konum myndi stórfækka. Auðvitað þorði engin að taka undir með honum en margir hugsuðu örugglega sitt. Við erum hræsnarar og tvöfaldir í roðinu íslendingar á svo mörgum sviðum. Ég er viss um að góð prósenta á þessum fundi hafi komið á vændishús erlendis án vandlætingar. Svo vil ég að síðustu bara ítreka að ofbeldi sem það að þrífa með krumlum í kvenmans (eða karlmanns) heilagasta stað er ofbeldi sem varðar við lög og ber að kæra til lögreglu og þakka þér fyrir þennan vinkil á umræðuna.

Jóhannes Einarsson, 15.11.2007 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 994

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband