Meira en aðfinnslur

Af hverju þarf að skoða marga fjölmiðla til að ná utanum fréttina?

Hvernig lýsa aðfinnslur bandaríkjastjórnar sér? "Ályktun: Við hörmum að flugfélag yðar skuli fljúga til Kúbu, af því að okkur er illa við það!" Eða gerist eitthvað fleira?

Á vef RÚV segir: "Niðurstaðan er sú að Boeing hefur ákveðið að þjónusta ekki þær tvær flugvélar sem Loftleiðir notuðu í Kúbu-flugið. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, eru vélarnar notaðar í leiguflugi annars staðar. Ákveðið hafi verið að leita til annars fyrirtækis en Boeings með þjónustu við vélarnar tvær. Málið hafi engin áhrif á starfsemi Loftleiða."

Á visir.is segir: "DV hefur eftir Guðjóni Arngrímssyni upplýsingafulltrúa að félagið sé í daglegu sambandi við Boeing vegna málsins en hann vill ekki tjá sig um næstu skref í málinu."

Ruv.is segir: "Hannes Hilmarsson, forstjóri Atlanta, segir Boeing hafa haft samband við flugfélagið. Atlana flaug til Kúbu á tímabilinu frá maí fram í nóvember 2005." Og visir.is: "Þá hefur DV eftir Hannesi Hilmarssyni, forstjóra Atlanta, að félagið muni ekki fljúga fyrir kúbanska flugfélagið Cubana að svo stöddu."

Fjöldi flugfélaga fljúga til Kúbu, en það er ekkert aðvelt að finna allar þær flugáætlanir á netinu.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu af þessu. Ætla íslensk stjórnvöld eitthvað að skipta sér af því? Viðskiptafrelsi og mannréttindi? Humm, það fer nú eftir því hver í hlut á!

 


mbl.is Finna að Kúbu-flugi íslenskra flugfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Flugvélar hafa íslensku fyrirtækin keypt á kaupleigu sem kallað er. Þannig eru þær ennþá ekki komnar í eigu félagsins. Annað hvort er þá eitthvert kaupleigufyrirtæki í bandaríkjum Ameríku, eða Boeing sjálft, sem er í raun formlegur eigandi vélanna. Þar með er Boeing óheimilt að eiga viðskipti við Kúbu í gegn um þessar vélar, að viðlögðum refsingum, þó svo að um visst eignarhald íslenska félagsins sé að ræða á vélunum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.11.2007 kl. 10:40

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Hvenær ætla stjórnvöld í Washington að sætta sig við það að þau glötuðu yfirráðum sínum á Kúbu og hætta að refsa Kúbversku þjóðinni fyrir að sitja upp með sjálfskipaðan einræðisherra?

Jón Þór Ólafsson, 19.11.2007 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband