Að selja á réttum tíma

Af hverju fær BTB Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins?

Í frétt ruv.is segir: Rökstuðningur dómnefndar fyrir vali á Björgólfi Thor sem viðskiptamanni ársins er sá að Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors, hafi selt eignarhlut sinn í nokkrum fyrirtækjum á árinu með góðum hagnaði, auk þess sem Björgólfur yfirtók lyfjafyrirtækið Actavis og afskráði það úr Kauphöllinni.

Jahá, galdurinn er að hafa vit á að selja hlutabréf sín áður en þau falla í verði!
Hvað segir þessi frétt á visir.is annars?:

21. des. 2007 06:00
Samson selur fasteignaarm
Samson eignarhaldsfélag ætlar á næstu vikum að selja fasteignaarm félagsins – Samson Properties ehf. – að því er fram kemur í skráningarlýsingu sem félagið birti í Kauphöllinni í gær.
Ekki kemur fram í lýsingunni hverjir geti verið kaupendur félagsins eða hvert söluverð þess komi til með að vera. „Samson eignarhaldsfélag, sem er kjölfestuhluthafi í Landsbankanum, eignaðist Samson Properties á síðasta ári,“ segir í umfjöllun greiningardeildar Kaupþings um tilkynninguna. Fram kemur að ein helsta eign Samson Properties sé helmingshlutur í SG Nord Holding sem eigi helmingshlut í WTC, sem sé að þróa 129 þúsund fermetra háhýsi í Kaupmannahöfn. Þá á félagið tæpan þriðjung í Sjælsö Gruppen, en það er eitt stærsta fasteignaþróunarfélag Danmerkur og skráð í Kaupmannahafnarkauphöll OMX. - óká

Í hvaða ljósi skoða menn þá þessa frétt?:

Viðskipti | mbl.is | 20.12.2007 | 19:31
Fasteignaverð lækkaði í nóvember
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,5% í nóvember frá fyrri mánuði, samkvæmt útreikningum Fasteignamats ríkisins. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,1%, síðustu sex mánuði um 4,8% og síðustu 12 mánuði um 14,1%.

Rámar loks einhvern í að Davíð sjálfur sagði um daginn að fasteignaverð á Íslandi eigi eftir að lækka meira á næstunni?

Jamm, ekki seinna vænna að selja fasteignafélag með góðum hagnaði!


mbl.is Viðskiptablöð veita viðurkenningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 996

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband