Lífeyrissparnaður minn er ....

...tryggður í hlutabréfum!

Nei! Ég sagði séreignarlífeyrissjóðssölumanni bankans míns að ég ætlaði EKKI að velja þá sparnaðarleið sem byði upp á neina bindingu við hlutabréfamarkaðinn. Aðrir valkostir voru ávöxtun á skuldabréfamarkaði og fastir innlánsvextir í bankanum.

Hægt var að velja um nokkrar ávöxtunarleiðir. Ein var 100% trygging í hlutabréfum, aðrar samsettar úr mismunandi hlutfalli af hlutabréfum og skuldabréfum og loks ein sem bar aðeins fasta vexti, hvernig sem spákaupmennskan gengi. Sölumðaurinn benti mér auðvitað á að líta ætti á ávöxtun á hlutabréfamarkaði sem langtímasparnað, sem væri sérstaklega heppileg leið fyrir ungt fólk. Ég er of gömul til að trúa hverju sem er.

Bíðið bara, rétt bráðum koma yfirlit sjóðanna til okkar allra. Hver vorkennir þá mest Hannesi Smárasyni og Kristni Björnssyni og Dögg Pálsdóttur og hvað þau nú heita með miljarðaverðbréfin? Hver vorkennir þá fólkinu sem fær neikvæða ávöxtun á lífeyrissparnaðinn sinn?

Hver er dýna hvers þegar harkalega er lent? 


mbl.is Lækkun leikur eignir Existu grátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1053

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband